Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 6

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 6
 6 Þróunaraðstoð er ekki ölmusa, molar af borði hins ríka sem hent er í þurfalinginn, heldur aðstoð til sjálfshjálpar. Það vinnst einungis með langvarandi samskiptum sem reist eru á gagnkvæmu trausti. Þrátt fyrir þau áföll sem þjóðarbúið og ríkissjóður verður fyrir, erum við enn vellauðug sem þjóð. Við erum ekki á vonarvöl. Við búum við auðsældarkreppu, munaðarkreppu. Samstarfsþjóðir okkar í Afríku búa við langvarandi örbirgð, viðvarandi kreppu. Við getum hjálpað þeim! Hin kristnu grunn- gildi, samkennd, meðlíðan og umhyggja fyrir öðrum eru mælikvarði á mennsku, krafa sem hverfur ekki þó þröngt sé í búi. Samband íslenskra kristniboðsfélaga er áttatíu ára á þessu ári. Ég vil í nafni kirkjunnar árna því heilla og biðja því blessunar. Og ég vil ítreka hvatning mína til kirkjunnar, til safnaðanna í landinu að leggja málefni þess sér að hjarta. Kristniboðsstarfið hefur í áttatíu ára sögu sinni verið öflugasta þróunarhjálp sem Íslendingar hafa lagt að mörkum! Ég hef látið í ljós vilja til þess að þjóðkirkjan treysti samstarf og samfélag við systurkirkjurnar í Afríku um kristniboð og þróunaraðstoð, og ritað biskupum þeirra kirkna bréf þar að lútandi. Þetta eru lútherska kirkjan í Kenýu og Mekane Yesus kirkjan í Eþíópíu, en í þeim löndum hefur verið stundað kristniboð af hálfu Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, sem og lútherska kirkjan í Malaví þar sem Íslendingar hafa rekið öfluga þróunarstarf. Nú er unnið að verkefni um safnaðatengsl milli íslenskra safnaða og safnaða í Kenýu. Margar sóknir hafa nú þegar myndað slík tengsl og fleiri lýst áhuga sínum og er það gleðiefni. Kristniboðssambandið heldur utan um þessi tengsl og mun sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson hafa umsjón með því af þeirra hálfu hér heima og ytra. Vil ég þakka honum fyrir hans þátt að þessum samskiptum, sem ég bind miklar vonir við. Við Íslendingar höfum miklu að miðla, en við getum líka svo margt lært og þegið. Einatt finnum við styrk, von og hugrekki meðal hinna fátæku, og trú, sem er þeim aflgjafi til átaka í þágu lífsins, umhyggju og vonar. En meðal hinna auðugu þar sem við væntum að finna fullnægju er uppskeran gjarna lífsleiði, tilgangsleysi og vantrú. Þetta er vegna þess að erfiðasta og ægilegasta freistingin er freisting alsnægtanna. Á sama andartaki bölvar auðurinn þeim sem hann blessar. Forréttindi stífla æðar umhyggjunnar, sundra samfélaginu og næra hroka og valda kólnun hjartaþels. Við berum með okkur í senn blessunina og bölvunina. Fátæktin er vissulega böl, og leiðir af sér bölvun hungurs, sjúkdóma, ranglætis, kúgunar. En á undarlegan hátt eru þau fátæku oft sæl, hver svo sem ástæðan er, og blessuð með náðargáfum svo sem hugrekki, þolgæði, umhyggju og trú. Kirkja Krists lyftir fram mynd og orði frelsarans sem neitaði að breyta steinum í brauð, stökkva ofan af þakbrún musterisins eða stjórna með alræðismeðölum heimsins. Hún vitnar um hann sem segir: „Sælir eru fátækir, miskunnsamir, frið- flytjendur, hógværir, sorgmæddir, friðflytjendur, þau sem hungrar og þyrstir eftir rétt- lætinu ...“ Hún kallar til fylgdar við hann sem er fátækur með þeim fátæku og var hafnað með þeim útskúfuðu, hann sem er uppspretta friðar. Í kirkjunum um landið allt er saga hans sögð og sú iðkun höfð um hönd þar sem hann mælir sér móts við mannanna börn. Ljóðskáldið (og prestssonurinn) Sigurður Pálsson hefur ort ljóð sem hann nefnir Sæluhús. Það er svona:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.