Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 8

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 8
 8 rækta þau gildi, þau verðmæti sem gera okkur að manneskjum, sem þíða freðin hjörtu og glæða hið góða hjartalag. Umhyggjan er uppspretta vonar. Kreppan setur spurningarmerki við margar grundvallarforsendur efnahagskerfa sem lengi hafa verið hafnar yfir efa. Hún hefur líka varpað ljósi á hinar mikilvægu andlegu og siðgæðislegu hliðar efnahagslífs og fjármála. Við munum búa við afleiðingar kreppunnar um langa hríð og þær munu hafa afgerandi áhrif á stofnanir og sam- félagskerfi. Þjóðkirkjan mun ekki fara varhluta af því. Kreppan hefur leitt í ljós að efnahagslífið og auðsöfnunin var að miklu leyti byggð á skuldsetningu. Ríkidæmi sem byggt hefur á lánum og skuldsetning undangenginna ára getur ekki talist auðlegð. Eitt mikilvægasta uppeldisverkefni okkar daga er að stuðla að nýjum lífsstíl sem virðir takmörk auðlinda og uppörva kristið siðgæði, virðingu og hófsemi, samstöðu, náungakærleika. Við horfum fram á stórvaxandi atvinnuleysi á Íslandi. Alvarlegastur er vandi ungs fólks sem býr við langtíma atvinnuleysi og er veruleg hætta búin að lokist inn í vítahring úrræðaleysisins. Til að rjúfa þann vítahring þarf samstillt átak hinna mörgu. Söfnuðir og stofnanir þjóðkirkjunnar gegna þar sannarlega mikilvægu hlutverki. Prestar og djáknar um land allt hafa staðið í eldlínu sálgæslunnar. Sóknarnefndarfólk og annað forystufólk kirkjunnar hefur lagt sig fram um að hafa opnar kirkjur og kynna þá starfsemi sem þar er og greiða götu þess starfs sem eflir og glæðir lífsþrótt, von og trú. Þau eru æði mörg um land allt sem í erfiðleikum sínum hafa fundið sæluhús í kirkju sinni og safnaðarheimili. Mikilvægt er að yfirvöld gaumgæfi hinar siðferðislegu víddir kreppunnar og stuðli að aukinni ábyrgð og gagnsæi fjármálastofnana, að tryggja uppbygging efnahagslífs sem lýtur frumforsendum réttlætis og sjálfbærni til að spilla ekki lífsskilyrðum komandi kynslóða. En jafnframt því verðum við hvert og eitt að halda vöku okkar í þessum efnum og gæta að því sem gerir okkur að þjóð meðal þjóða, menningarþjóð, sem ræktar þau gildi sem þjóðinni hafa gefist best, trúfesti við tungu og þjóðmenningu, trú og kærleika til Guðs og náungans, og hollar hefðir hins kristna siðar. Það er grundvöllur hins góða samfélags, velferðar og hagsældar landi og lýð. Það hvílir blessun yfir landi og þjóð, þrátt fyrir allt. Verði svo áfram og um ókomin ár og daga. Hér á landi oss Herrann sá og huggaði öll í máta. Því vil ég elska Ísaláð og yfir það kalla Drottins náð og aldrei af því láta. Kirkjuþing 2009 er sett.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.