Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 16

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 16
 16 1. mál kirkjuþings 2009 Flutt af kirkjuráði Skýrsla kirkjuráðs I. Inngangur Núverandi kirkjuráð var kjörið á kirkjuþingi 2006, en kosið var til kirkjuþings á fyrri hluta árs 2006. Kirkjuþing 2009 er síðasta reglulega þingið á kjörtímabilinu. Kosið verður til kirkjuþings fyrrihluta árs 2010. Forseti kirkjuþings er Pétur Kr. Hafstein, fyrrv. hæstaréttardómari. Forseti kirkjuráðs er lögum samkvæmt biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson. Auk biskups sitja í kirkju- ráði sr. Halldór Gunnarsson, Holti undir Eyjafjöllum, Jóhann E. Björnsson, Reykja- vík, sr. Kristján Björnsson, Vestmannaeyjum og Sigríður M. Jóhannsdóttir, Akureyri. Á kirkjuþingsárinu tók til starfa ný ríkisstjórn og nýr dóms- og kirkjumálaráðherra, Ragna Árnadóttir. II. Kirkjuráð Kirkjuráð er fjölskipað stjórnvald í skilningi stjórnsýsluréttar og fer með framkvæmd sameiginlegra málefna þjóðkirkjunnar, þar á meðal verkefna sem lög og stjórnvalds- reglur ætla því og erinda sem vísað er til þess m.a. af hálfu kirkjuþings. Ákvörðunum kirkjulegra stjórnvalda má almennt skjóta til kirkjuráðs til endanlegrar úrlausnar. Undanskildar eru ákvarðanir úrskurðar- og áfrýjunarnefnda svo og ákvarðanir biskups um kenningu kirkjunnar. Kirkjuráðsfundir Kirkjuráð heldur fundi að jafnaði einu sinni í mánuði á Biskupsstofu. Auk kirkjuráðs- manna og framkvæmdastjóra sitja fundi ráðsins Ragnhildur Benediktsdóttir, skrif- stofustjóri Biskupsstofu, Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjármálastjóri Biskupsstofu og sr. Þorvaldur Karl Helgason, biskupsritari, sem ritar fundargerð. Forseti kirkjuþings hefur setið fundi kirkjuráðs þegar fjallað er um kirkjuþing. Þá komu á fund kirkjuráðs í nóvember 2008 á meðan málefni kirkjuþings 2008 voru til umræðu, auk forseta kirkjuþings, varaforsetarnir Margrét Björnsdóttir og Ásbjörn Jónsson, svo og formenn fastanefnda kirkjuþings 2008, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, formaður löggjafarnefndar og sr. Gísli Gunnarsson formaður allsherjarnefndar en Einar Karl Haraldsson, formaður fjárhagsnefndar boðaði forföll. Starfsfólk kirkjuráðs Hjá kirkjuráði starfa sjö starfsmenn í fullu starfi. Þau eru: Framkvæmdastjóri kirkju- ráðs Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur, Anna Guðmunda Ingvarsdóttir lögfræðingur, Guðrún Finnbjarnardóttir fulltrúi, Höskuldur Sveinsson arkitekt og Kristín Mjöll Kristinsdóttir innanhúsarkitekt öll á fasteignasviði. Á sviði upplýsinga- tæknimála starfa Örvar Kárason verkefnisstjóri, en hann hefur undanfarin ár unnið að ýmsum málefnum er varða upplýsingatækni, einkum við vefi kirkjunnar og umsjónarmaður notendaaðstoðar, Ragna Björk Kristjánsdóttir. Hún vinnur einnig við að þróa innri vef kirkjunnar og sér um tölvunámskeið o.fl. Í hlutastarfi eru Magnhildur Sigurbjörnsdóttir viðskiptafræðingur á Biskupsstofu í 40% starfshlutfalli. Hún veitir sóknarnefndum ráðgjöf í fjármálum og undirbýr úthlutanir úr Jöfnunarsjóði sókna. Þá starfar Sigurgeir Skúlason landfræðingur í 25%
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.