Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 31

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 31
 31 hvernig til tækist með að starfrækja kirkjusókn og prestakall sem stærri einingu en áður hefur þekkst. Kirkjuráð samþykkti að setja á stofn samstarfshóp til að fjalla um starfsemi og fjárhagsstöðu Grafarvogssóknar, vegna framangreinds tilraunaverkefnis. Samstarfshópurinn var skipaður þremur fulltrúum kirkjuráðs, sr. Kristjáni Björnssyni, kirkjuráðsmanni, sr. Þorvaldi Karli Helgasyni, biskupsritara og Sigríði Dögg Geirsdóttur, fjármálastjóra Biskupsstofu og tveimur fulltrúum Grafarvogssóknar, sr. Vigfúsi Þór Árnasyni, sóknarpresti og Bjarna Kr. Grímssyni, formanni sóknarnefndar. Sigrún Hallgrímsdóttir, löggiltur endurskoðandi starfaði með hópnum og skilaði skýrslu um fjárhagsstöðu sóknarinnar. Þá vann sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi, úttekt á kirkjulegu starfi í sókninni, en verkefni hans var hluti af framhaldsnámi erlendis. Sóknarnefnd lagði fram skýrslu í upphafi úttektarinnar. Skýrslan um fjármál sóknarinnar er fylgiskjal með 2. máli en málið í heild fylgir með 3. máli um skipulag kirkjunnar í héraði Í Árbók kirkjunnar er að finna yfirlit yfir allar starfandi nefndir kirkjunnar. VI. Fjármál Fjárhagsáætlanir og úthlutun Kirkjuráð samþykkti í janúar 2009 fjárhagsáætlanir og úthlutaði úr Jöfnunarsjóði sókna, kirkjumálasjóði og Kynningar- fræðslu- og útgáfusjóði fyrir árið 2009. Venja er að úthlutað sé í desembermánuði en þar sem fjárlög komu ekki út fyrr en um 20. desember var ekki hægt að úthluta úr sjóðunum fyrr. Veitt var fé til verkefna sem lögmælt eru, verkefna samkvæmt samþykktum kirkjuþings og verkefna samkvæmt sérstökum ákvörðunum kirkjuráðs. Þá veitti kirkjuráð framlög til samningsbundinna verkefna, sem þjóðkirkjan er aðili að og einnig var úthlutað styrkjum til ýmissa annarra verkefna. Fjárlagafrumvarp 2010 Lækkun á sóknargjöldum Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2010 er boðuð breyting á lögum um sóknargjöld o.fl. nr. 91/1987 og gert ráð fyrir að festa fjárhæð sóknargjalda við 767 kr. fyrir hvern einstakling á mánuði. Árið 2010 verður heildarlækkun sóknargjalda til þjóðkirkjunnar 218 m.kr. eða 11%. Til samanburðar má geta þess að sóknargjöld voru árið 2008 kr. 872 á mánuði en lækkuðu í 855 kr. í ársbyrjun 2009 og aftur í 811 kr. frá 1. júlí 2009. Ef miðað væri við sóknargjöld 2008 og þá lögbundnu hækkun sem hefði átt að eiga sér stað þá nemur niðurskurðurinn allt að 17%. Kirkjuráð hefur sent sóknum erindi um stöðu mála og brýnt fyrir sóknarnefndum að verja kirkjulegt starf sem kostur er en draga frekar úr verklegum framkvæmdum. Einnig hefur stofnunum kirkjunnar verið sent erindi um sama efni. Jöfnunarsjóður sókna og kirkjumálasjóður Vegna skerðingar á sóknargjöldum lækkar framlag ríkisins til Jöfnunarsjóðs sókna árið 2010 um 46 milljónir króna eða 12%. Á þessu ári er lækkun á framlagi til sjóðsins 17 milljónir króna eða 5%. Sama á við um kirkjumálasjóð en hann lækkar árið 2010 um 35 milljónir króna en á yfirstandandi ári um 13 milljónir króna og er þá miðað við fjárlög 2009. Sóknargjald vegna ársins 2009 hefði átt að vera kr. 925 ef ekki hefðu komið til lagasetning sem lækkaði þau í kr. 833 og síðan aftur í kr. 811. Ef miðað er við óskert
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.