Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 36

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 36
 36 Nú hafa verið samin drög að siðareglum vígðra þjóna og annars starfsfólks kirkjunnar sem liggja fyrir kirkjuþingi nú til umræðu og staðfestingar. Þar eru m.a. ákvæði sem fjalla um heimild yfirmanna til að kalla eftir sakarvottorði starfsmanna í barna- og æskulýðsstarfi. Starfsreglur um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hafa verið nú endurskoðaðar. Þar er nú m.a. skilgreint hugtakið kynferðisbrot samkvæmt skil- greiningu hegningalaga og barnaverndarlaga. Einnig er hlutverk fagráðs víkkað að því leyti að það skal fylgja því eftir að mál, sem varða kynferðisbrot, og upp koma innan kirkjunnar, fái viðhlítandi málsmeðferð samkvæmt landslögum og starfsreglum og vera biskupi og kirkjuyfirvöldum til ráðgjafar varðandi mál er tengjast kynferðis- brotum. Þessar breytingar á starfsreglunum liggja nú fyrir þinginu til umræðu og samþykktar. Þinglýsingar kirkna Kirkjuþing 2008 ályktaði um nauðsyn þess að koma þinglýsingum kirkjulegra eigna í viðunandi horf eins og áður hefur komið fram. Ráðinn var lögfræðingur til starfa á fasteignasviði í tímabundið verkefni til sex mánaða. Verkefnið felst í því að bjóða sóknarnefndum aðstoð við að skrásetja kirkjur í þinglýsingahluta Fasteignaskrár Íslands. Ákveðið var að taka 10 kirkjur sem forathugunarverkefni, ýmist í dreifbýli eða þétt- býli. Forathugun þessi er vel á veg komin. Áfangaskýrsla verkefnisins fylgir skýrslu þessari. Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands Kirkjuráð samþykkti að heimila guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands að nýta styrk til lektorsstöðu í helgisiðafræðum samkvæmt samningi þar um fyrir árið 2009 vegna lektorsstöðu í sálgæslufræðum. Stefnt er að því viðræður fari fram um guðfræði- og djáknanám sbr. samþykkt kirkjuþings 2006. Upplýsingatækni Tekin hefur verið í notkun endurbætt útgáfa af vef kirkjunnar kirkjan.is svo og tru.is. Unnið hefur verið að þróun þjónustuvefs fyrir sóknir og presta o.fl. Er gert ráð fyrir að þar verði umsóknareyðublöð fyrir sóknir vegna Jöfnunarsjóðs sókna o.fl. Einnig verði starfsskýrslur presta þar og aðgangur að ýmsum upplýsingum. Þá hefur verið unnið að þróun innri vefja kirkjunnar. Prestsembættin erlendis Biskup hefur greint prestinum í Kaupmannahöfn frá því að embættið þar verði að öllum líkindum lagt niður. Sjúkratryggingar Íslands munu ekki framlengja sam- starfssamning sem verið hefur í gildi um starf prests í Kaupmannahöfn en hann rennur út um næstu áramót. Nú hafa Sjúkratryggingar samið við sjúkrahús í Gautaborg um að sjá um líffæraflutninga en þeir hafa farið fram í Kaupmannahöfn. Framlag frá Sjúkratryggingum vegna embættisins í Kaupmannahöfn fellur því niður um næstu áramót. Auk biskups Íslands og Sjúkratrygginga er utanríkisráðuneytið aðili að samstarfssamningnum. Sams konar samningur er um prestsþjónustuna í Lundúnum en hann rennur út 1. mars 2010. Biskup Íslands hefur ákveðið að fresta því um óákveðinn tíma að auglýsa prestsembættið í London.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.