Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 40

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 40
 40 Allsherjarnefnd lítur svo á að skapa þurfi kirkjunni á Þingvöllum traustan grundvöll með samkomulagi við ríkið með starfsreglum frá kirkjuþingi og tryggja henni bæði stöðu sóknarkirkju og helgidóms þjóðarinnar. Allsherjarnefnd bendir á að þrátt fyrir margvíslega erfiðleika íslensku þjóðarinnar í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008, þá hefur verið unnið gott starf víða um land. Þjóðkirkjan hefur verið virkur samstarfsaðili á þeim vettvangi sem ein af grund- vallarstofnunum samfélagsins. Mikilvægt er að kirkjan boði áfram bjartsýni og von meðal þjóðarinnar og sé ávallt boðin til þjónustu. Víða eru sóknarfæri sem kirkjan þarf að huga að og efla þannig starf sitt landi og lýð til blessunar. Hjálparstarf kirkjunnar Á kirkjuþingi 2009 var kynning á starfi og stefnu Hjálparstarfs kirkjunnar. Allsherjarnefnd fagnar því góða starfi sem Hjálparstarf kirkjunnar vinnur og vakið hefur verðskuldaða athygli. Engu að síður þarf að efla hjálparstarf bæði innan lands og utan, því ávallt er þörf á því að rétta þeim hjálparhönd sem minna mega sín og eru í erfiðleikum og neyð. Æ fleiri söfnuðir landsins tengjast Hjálparstarfinu beint með föstum fjárframlögum eða styrkja starfið á annan hátt og ber að þakka það. Hjálparstarf er hluti af safnaðarstarfi og því er stefnt að því að allir söfnuðir þjóðkirkjunnar komi með einum eða öðrum hætti að starfinu. Mikilvægt er að fulltrúar safnaðanna í Hjálparstarfinu kynni það í sóknum og á héraðsfundum. Þakka ber þeim fjölmörgu einstaklingum sem leggja Hjálparstarfinu lið, og sýna þar með þann kærleika í verki sem Jesús Kristur vitnar um. Hjálparstarfið er unnið af kærleika og gleði og er til blessunar á margvíslegan hátt, bæði heima og erlendis. Einnig er bent á mikilvægi Sambands íslenskra kristniboðsfélaga sem hefur unnið lofsvert kristniboðs- og hjálparstarf um 80 ára skeið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.