Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 55
55
Austfjarðaprófastsdæmi
Prestaköll Sóknir Prestssetur
Djúpavogsprestakall
Berufjarðar-, Berunes-, Hofs- og
Djúpavogssóknir
Djúpivogur
Eskifjarðarprestakall Eskifjarðar- og Reyðarfjarðarsóknir Eskifjörður
Heydalaprestakall Heydala- og Stöðvarfjarðarsóknir Heydalir
Kolfreyjustaðarprestakall Kolfreyjustaðarsókn Kolfreyjustaður
Norðfjarðarprestakall Brekkur- og Norðfjarðarsóknir Neskaupstaður
2. gr. Bæirnir Ártún, Bakkakot 1 og 2, Ármót, Fróðholt og Uxahryggur 1 og 2
(Bakkabæir í Landeyjum) sem tilheyra Oddasókn tilheyri Akureyjarsókn í
Suðurprófastsdæmi (Rangárvallaprófastsdæmi). Breyting þessi taki gildi 30.
nóvember 2009.
3. gr. Starfsreglur þessar sem settar eru skv. heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og
starfshætti þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi 30. nóvember 2009.
Sameiningar eftirfarandi prestakalla komi til framkvæmda við starfslok þess sóknar-
prests sem fyrr lætur af embætti:
A. Suðurprófastsdæmi: Kálfafellsstaðarprestakall sameinist Bjarnanesprestakalli.
Heiti hins sameinaða prestakalls verði Bjarnanesprestakall. Prestssetur: Höfn.
B. Suðurprófastsdæmi: Holtsprestakall sameinist Víkurprestakalli. Heiti hins
sameinaða prestakalls verði Víkurprestakall. Prestssetur: Vík. Akureyjar- og
Krosssóknir tilheyri þó Breiðabólsstaðarprestakalli.
C. Suðurprófastsdæmi: Mosfellsprestakall og Skálholtsprestakall sameinist. Heiti
hins sameinaða prestakalls verði Skálholtsprestakall. Prestssetur: Skálholt.
D. Suðurprófastsdæmi: Stóra- Núpsprestakall og Hrunaprestakall sameinist. Heiti
hins sameinaða prestakalls verði Hrunaprestakall. Prestssetur: Hruni.
E. Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi: Ólafsvíkurprestakall og
Ingjaldshólsprestakall sameinist. Heiti hins sameinaða prestakalls verði
Ólafsvíkur- og Ingjaldshólsprestakall. Prestssetur: Ólafsvík.
F. Vestfjarðaprófastsdæmi: Staðarprestakall sameinist Þingeyrarprestakalli. Heiti
hins sameinaða prestakalls verði Þingeyrarprestakall. Prestssetur: Þingeyri.
Súðavíkur-, Vatnsfjarðar- og Ögursóknir tilheyri þó Holtsprestakalli.