Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 59

Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 59
 59 fagnaðarerindið er boðað og sakramentin um hönd höfð og fólk leitast við að lifa samkvæmt boði Krists. Söfnuðurinn er kirkjan. Þegar söfnuðurinn safnast saman um orð Guðs og sakramenti, þá birtist þar kirkja Krists öll, líkami Krists á jörðu, samfélag heilagra. „Hvar sem tveir eða þrír eru samankomnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra,“ segir Kristur (Matt.18.20). Og í 7. grein Ágsborgarjátningarinnar segir: „Ennfremur kenna þeir: Ein, heilög kirkja mun ávallt vera til, en kirkjan er söfnuður heilagra, þar sem fagnaðarerindið er kennt hreint og sakramentunum er veitt rétt þjónusta.“ Söfnuðurinn boðar návist Guðs í lífi fólks og að náð Guðs stendur öllum til boða. Söfnuðurinn veitir skilyrði til vaxtar og þroska í trú, von og kærleika í daglegu lífi og störfum. Skipulag þjóðkirkjunnar birtir að hún er líkami Krists og farvegur návistar hans meðal mannanna. Hún er send til að biðja, boða og þjóna. Það er sameiginleg ábyrgð allra skírðra sem kirkjunni tilheyra. Kristur, upprisinn, sendir lærisveina sína að gera allar þjóðir að lærisveinum og heitir að vera með þeim alla daga, ávallt. Prestar og forystufólk sóknanna bera sameiginlega ábyrgð á samfélagi trúarinnar í söfnuðinum. Sóknaskipan þjóðkirkjunnar felur í sér að kirkjan á erindi við þjóðina alla og enginn er þar undan skilinn. Með sérþjónustu kirkjunnar, svo sem á sjúkrastofnunum og í fangelsum, leitast kirkjan við að sinna þeirri kirkjulegu þjónustu sem vart er unnt að veita á vettvangi sóknanna. Þjónustan Frumskylda sóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir trú sem starfar í kærleika. Sérhvert sóknarbarn á að eiga kost á guðsþjónustu hvern helgan dag. Sóknin skal leitast við að hafa reglubundið helgihald og fjölbreytt guðsþjónustulíf til að ná til fólks á ýmsum aldursskeiðum, og nýta þau tækifæri sem athafnir á kross- götum ævinnar veita til boðunar og sálgæslu. Þar sem ekki er unnt að halda uppi reglubundnu helgihaldi, svo sem vegna fámennis, geta sóknir í sama prestakalli, eða á sama þjónustusvæði, sameinast um helgihald og aðra meginþætti safnaðarstarfs. Heimilisguðrækni og bænalíf einstaklinga og fjölskyldna er óaðskiljanlegur þáttur í guðsþjónustu og trúarlífi og ber söfnuðinum að hlúa að því eftir megni. Sóknin hlynni að samfélagi umhyggju og kærleika, láti sér annt um að vernda mannslífið á ólíkum skeiðum þess, og bera þannig vitni um hina kristnu von og kærleika með líknarþjónustu, svo og með aðild að hjálparstarfi og kristniboði kirkjunnar. Sóknin sjái til þess að sóknarbörn njóti sálgæslu, umhyggju og stuðnings á lífs- göngunni og eigi aðgang að sálgæslu í samtali, prédikun, sakramenti og fyrirbæn. Sókninni ber að veita fræðslu í kristinni trú og sið og styðja þannig heimilin í trúaruppeldi þeirra með barnastarfi, fermingarundirbúningi og æskulýðsstarfi. Með því skal séð til þess að þau sem skírð eru fái kristið uppeldi og fræðslu, læri að biðja og verða handgengin Heilagri ritningu og hljóti leiðsögn, uppörvun og stuðning til að lifa trú sína í daglegu lífi og starfi. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Skilgreining á sókninni er að finna í lögum um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar, í starfsreglum, í Stefnumótun safnaðaruppbyggingar, í Stefnu og starfsáherslum 2004-2010 og víðar. • Lög um leysing á sóknarbandi nr. 9/1882 • Lög um umsjón og fjárhald kirkna nr. 22/1907
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.