Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 61

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 61
 61 skírður karl eða kona annast skemmri skírn. Ber að tilkynna hana sóknarpresti svo fljótt sem auðið er. 9. Skírn, fermingu, hjónavígslu, staðfestingu samvistar og útför skal jafnan undirbúa með samtali þess prests sem athöfnina annast og aðstandenda. Prestur ber ábyrgð á eftirfylgd við hlutaðeigendur að athöfn lokinni. 10. Ef prestur er beðinn um að annast guðsþjónustu eða helga athöfn í kirkju utan sóknar sinnar skal hann ávallt leita leyfis þjónandi prests viðkomandi helgidóms. 11. Sóknarprestur og sóknarnefnd bera sameiginlega ábyrgð á helgidóminum. 12. Kirkja er vígð, frátekin fyrir helga iðkun, bæn, prédikun orðsins og þjónustu sakramentanna. 13. Ekki skal nota kirkju til annarra athafna en þeirra sem teljast samrýmast tilgangi hennar og stöðu sem vígðs helgidóms þjóðkirkjunnar, svo sem borgaralegra athafna eða athafna á vegum annarra trúfélaga en kristinna. 14. Þess skal jafnan gætt að annast sé um muni kirkju og búnað með virðingu fyrir helgidóminum og að búnaður, skrúði og helgimunir séu ætíð hreinir og þeim vel við haldið. 15. Að jafnaði skal ekki vera annað á altari en það sem viðkemur helgi- þjónustunni: hvítur dúkur, líndúkur, stjakar fyrir lifandi ljós, Biblía, Handbók og Sálmabók. 16. Tendra skal ljós á altari þegar guðsþjónusta fer fram eða aðrar helgiathafnir. Á föstudaginn langa eru ekki kveikt ljós á altari. 17. Eigi skal tendra altarisljós á tónleikum, samkomum eða fundum sem ekki teljast til helgiathafna. Prédikunin 18. Guðsþjónusta helgidagsins er tími sem helgaður skal boðun fagnaðar- erindisins. 19. Meginskylda prests er samkvæmt vígsluheiti „að prédika Guðs orð hreint og ómengað eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og í anda vorrar evangelísk-lútersku kirkju.“ 20. Prédikun er útlegging orða Ritningarinnar, heimfærsla merkingar þeirra og gildis fyrir samtímann. 21. Prédikun helgidagsins skal að jafnaði styðjast við þá ritningartexta sem deginum eða tilefninu tilheyra samkvæmt Handbók kirkjunnar. 22. Af vígsluheiti leiðir að presti er óheimilt að prédika nokkuð það sem stríðir gegn játningagrundvelli kirkjunnar. Eins verður prestur að gæta almenns velsæmis í orðum. Þetta á eins við þann sem prestur fær til að boða orðið í almennri guðsþjónustu safnaðarins. 23. Láti prestur öðrum eftir að prédika, þá ber hann ábyrgð á því að það sé í samræmi við boðskap og trú kirkjunnar. Afnot kirkju 24. Sóknarprestur ákvarðar um notkun helgidómsins til kirkjulegrar þjónustu, guðsþjónustu og annarra kirkjulegra athafna þjóðkirkjunnar og ber ábyrgð á að ekkert fari þar fram sem ekki samrýmist vígðum helgidómi þjóðkirkjunnar. 25. Sóknarnefnd með samþykki sóknarprests ákveður um notkun kirkju til annarra hluta en áskilið er í 12. gr. 26. Sóknarprestur veitir í samráði við sóknarnefnd leyfi til að lána eða leigja kirkju til guðsþjónustu og helgiathafna annarra kristinna trúfélaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.