Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 66

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 66
 66 Um brauð og vín Nota skal ósýrt brauð, oblátur, við kvöldmáltíðina. Heimilt er að nota venjulegt (helst ósýrt) brauð, svo og glútenfrítt brauð. 11. Meginregla er að nota við heilaga kvöldmáltíð vín, rautt eða hvítt . Blanda má það með vatni. Heimilt er að nota áfengisskert (óáfengt) vín. Sé ekki notað venjulegt vín eða alkóhólskert, til dæmis vegna takmarkaðs geymsluþols, er unnt að nota sérrí eða púrtvín, sem blanda má vatni. Heimil er notkun óáfengs þrúgusafa í altarisgöngunni. 12. Vanda ber alla meðferð og umhirðu hinna helgu efna og kaleiks og patínu. Kaleik á undantekningarlaust að þvo eftir altarisgöngu. 13. Prestar gæti þess að umframefna sé neytt að lokinni altarisgöngu, ef unnt er. Geyma má helgað brauð í sérstöku skríni. Afgangsvíni skal hellt í mold, eða kirkjugrunn, aldrei í niðurfall. Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Tilskipun 27. maí 1746 • Sálmabók, 1972 ( með síðari breytingum) • Handbók kirkjunnar, 1981 • BEM-skýrslan, Skírn, máltíð og þjónusta, 1984 • Porvoo-samkomulagið, 1995 VII. Skriftir Iðrun og fyrirgefning Í skriftum þiggur sá er játar synd sína fyrirgefningu Guðs. Í skriftum játar maður hlutdeild sína í lífi sem er frásnúið Guði og vilja hans. Í skriftum eru bæði játuð einstök brot og ófullkomleiki sem sá sér og skynjar sem speglar líf sitt í fullkomnum kærleika Guðs. Skriftir fela í sér tvennt: Játningu synda og aflausn í nafni Jesú Krists. Í synda- játningunni, sem borin er fram í orðum eftir samtal, játar sá sem skriftar synd sína og sekt. Í aflausninni þiggur hann fyrirgefningu Guðs. Jesús Kristur tekur á sig byrðar þess sem játar synd sína. Í skriftum fær sá sem játar synd sína að vaxa í trú og lífi og nálgast æ meir þann leyndardóm sem lífið í Kristi er. Kristur veitir ekki aðeins fyrirgefningu sína, heldur kallar til fylgdar og felur þeim sem þiggur að miðla öðrum fyrirgefningu, miskunn- semi, náð og sáttargjörð. Sá sem hlýðir skriftum er bundinn þagnarskyldu. Um þagnarskylduna segir Lúther að skriftir „eiga sér ekki stað í áheyrn minni heldur Krists, úr því að hann bregst ekki trúnaðarskyldunni geri ég það ekki heldur.“ Skriftir 1. Skriftir fara fram í einrúmi og felast í því að skriftaþegi játar synd sína og að presturinn boðar fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni. 2. Þjónandi prestur í þjóðkirkjunni skal hlýða skriftum. Skriftamál eru bundin trúnaðarskyldu. Almenn syndajátning 3. Almenn syndajátning fer fram í samfélagi safnaðarins og er mikilvægt tákn um einingu hans. Prestur leiðir syndajátningu safnaðarins eftir fyrirmælum Handbókar kirkjunnar og að því loknu skal hann með upplyftri hægri hendi boða söfnuðinum fyrirgefningu syndanna í Jesú nafni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.