Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 71

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 71
 71 XII. Vígsla til þjónustu Hin vígða þjónusta Þjónustan, embættið, í kirkjunni er köllun til þjónustu í söfnuði Krists. Frá öndverðu og til þessa dags er þjónustan afhent með vígslu. Þar lýsir kirkjan því yfir að hún lifir í samhengi postulanna og þjónn hennar, vígsluþeginn, er sérstaklega kallaður og frá- tekinn til að varðveita trúna á þeim grundvelli. Kirkjan er líkami þar sem limir hennar hafa mismunandi hlutverk og náðargáfur. Í kirkjunni hefur Guð sett postula, spámenn og kennara til að leiða og næra hjörð sína. Þeir bera fagnaðarerindið áfram með orðum og verkum, þjónustu sakramentanna og í þjónustunni við náungann, umfram allt við nauðstadda og sjúka. Þannig er hin vígða þjónusta ein þeirra leiða sem Drottinn notar til að halda áfram verki sínu, að tala og verka á jörðu. Hin vígða þjónusta er ein þótt mismunur sé á verkefnum og umboði biskups, prests og djákna. Við vígslu vinnur vígsluþegi heit þar sem hann lýsir sig fúsan að inna þjón- ustu sína af hendi af trúmennsku við trú og játningar kirkjunnar og vitna um kærleika Guðs með líferni sínu. Með handayfirlagningu og bæn um leiðsögn heilags anda er vígsluþegi frátekinn til hins sérstaka hlutverks. Kirkjan umlykur vígsluþega fyrirbæn sinni og sendir hann til að boða Krist í orði og verkum og vera sendiboði hans. Hinn vígði þjónn fær styrk af því í daglegu lífi sínu að vera sendur með erindi kirkjunnar. Vígslan 1. Vígsla til þjónustu í þjóðkirkjunni felur í sér heit vígsluþegans, fyrirbæn og handayfirlagningu biskups. 2. Vígsluþeginn heitir því að inna þjónustu sína af hendi í samræmi við trú og skipan þjóðkirkjunnar. Áminningar og heit vígslunnar eru skuldbindandi fyrir líf og þjónustu vígsluþega. 3. Vígsla hefur í för með sér að vígsluþegi lýtur tilsjón biskups Íslands. 4. Til að hljóta vígslu í þjóðkirkjunni þarf að fullnægja eftirtöldum skilyrðum: vera skírður, tilheyra þjóðkirkjunni og uppfylla að öðru leyti skilyrði laga og starfsreglna um embættisgengi og starfsþjálfun. 5. Biskup Íslands annast vígslur til kirkjulegrar þjónustu og vígslubiskupar í umboði hans. Biskupsvígsla 6. Biskup Íslands vígir biskupa. 7. Biskupsvígsla fer fram í dómkirkju. Prestsvígsla 8. Biskup Íslands annast prestsvígslur eða vígslubiskup í umboði hans. Að lok- inni prestsvígslu gefur biskup Íslands út vígslubréf sem birt skal þeim söfnuði (söfnuðum, stofnunum) sem prestur er vígður til. 9. Prestsvígsla fer fram í dómkirkju. Djáknavígsla 10. Biskup Íslands annast djáknavígslur eða vígslubiskup í umboði hans. Að lok- inni djáknavígslu gefur biskup Íslands út vígslubréf sem birt skal þeim söfnuði (söfnuðum, stofnunum) sem djákni er vígður til. 11. Djáknavígsla fer fram í dómkirkju.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.