Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 77

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 77
 77 • 23. des., Þorláksmessa • 27. des., Jóhannes postuli og guðspjallamaður • 28. des., Barnadagurinn • Kirkjudagur, vígsludagur kirkjunnar Lög, reglur og aðrar réttarheimildir • Tilskipun um helgidagahald 29. maí 1744 • Tilskipun 8. marz 1855 • Lög um helgidagafrið nr. 32/1997 • XVII. Embættisklæði og skrúði presta og djákna Skrúði og embættisklæði Við helgiathafnir kirkjunnar kemur prestur fram sem þjónn og í umboði heilagrar kirkju. Prestur skal ætíð bera einkennisbúning eða skrúða þegar hann annast helgar athafnir, líka utan kirkju. Embættisklæðnaður þjóðkirkjupresta er einkennisbúningur stéttarinnar. Embættis- klæðnaður presta þjóðkirkjunnar er svört, skósíð hempa ásamt pípukraga. Til embættisbúnings vígðra þjóna kirkjunnar heyrir og prestaskyrta og flibbi. Skrúði er klæði, sem vígður þjónn notar við helgiathafnir. Til skrúða teljast rykkilín, alba, stóla, hökull og biskupskápa. Reglur um notkun skrúða og liti kirkjuársins er að finna í Handbók kirkjunnar. Heimilt er að bera hempuna eina við helgiathafnir kirkjunnar, en mælt er með notkun rykkilíns og stólu við þær allar. Hempa 1. Hempa ásamt pípukraga er embættisbúningur presta íslensku þjóðkirkjunnar og ber að nota hana þegar prestum er gert að mæta í embættisnafni við at- hafnir, svo sem embættistöku forseta Íslands, við upphaf synodus, við kirkju- vígslu eða innsetningu prests í embætti í prófastsdæminu. 2. Við skírn, hjónavígslu, útför, kistulagningu, minningarathafnir og blessun hús- næðis skrýðist prestur rykkilíni og stólu yfir hempu. Við útför skal stóla vera fjólublá eða svört, við skírn eða hjónavígslu utan messu má stóla vera hvít. Að öðru leyti ráða litir kirkjuársins. 3. Heimilt er að nota hempuna eina við ofantaldar athafnir. 4. Prestur má klæðast hempunni einni undir prédikun og eftir prédikun, ef ekki fer fram altarisganga. Best fer þó á því, að hann skrýðist þá rykkilíni og stólu, þar eð rykkilín og stóla er skrúði. Prestaskyrta 5. Þegar vígður þjónn kirkjunnar kemur fram í embættisnafni getur hann klæðst skyrtu og flibba. Prestar að öllu jöfnu svörtum, gráum, bláum eða hvítum, djáknar grænum, biskupar rauðum eða fjólubláum. Alba 6. Ölbu, með linda eða án, má nota í stað hempu og rykkilíns við kirkjulegar at- hafnir. 7. Alba er aldrei borin ein, heldur aðeins með stólu eða stólu og hökli eftir atvikum. 8. Við kistulagningu má prestur eða djákni bera ölbu og fjólubláa eða svarta stólu. Eins má hann bera ölbu og stólu í litum kirkjuársins við blessun húsnæðis.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.