Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 80

Gerðir kirkjuþings - 2009, Síða 80
 80 Greinargerð Íslenska þjóðkirkjan Íslenska þjóðkirkjan er sjálfstætt trúfélag á evangelísk-lúterskum grunni. Þjóðkirkjan byggir á játningum frumkirkjunnar og játar postullega trú heilagrar, almennrar kirkju innan evangelísk-lúterskrar hefðar í ljósi Ágsborgarjátningarinnar frá 1530. Allt frá því að kristni kom í landið hefur fólk safnast til guðsþjónustu og helgrar iðkunar á krossgötum ævinnar. Í kjölfar kristnitökunnar var kirkjan skipulögð á grundvelli rómversks kirkjuréttar og var því verki að mestu lokið á 13. öld. Á sextándu öld varð kirkjan á Íslandi aðskilin rómversku kirkjunni og endurskipulögð í samræmi við forsendur lútersku siðbótarinnar. Vald konungs í kirkjumálum jókst og varð algert með einveldinu sem lauk með stjórnarskránni 1874. Þar er hin evangelísk- lúterska kirkja skilgreind sem „þjóðkirkja á Íslandi“. Allt frá setningu stjórnarskrár 1874 hefur verið unnið að endurskipulagningu kirkjunnar. Hinn 1. janúar 1998 gengu í gildi þau lög sem marka sjálfstæði hennar og frelsi. Líf og starf kirkjunnar hefur tekið miklum breytingum í aldanna rás, en meginþráður- inn, þjónusta orðs og sakramenta, hefur verið órofinn gegnum allar sviptingar og umbyltingar. Skipulag og starfshættir hafa tekið breytingum, samskipti ríkisvalds og kirkju hafa verið með ýmsu móti, fjárhagur kirkna og safnaða margvíslegur, en hér hefur alltaf verið til staðar kirkja sem þjónað hefur þjóðinni allri, kirkja á grundvelli postulanna og almennrar kirkju. Játningar kirkjunnar eru sameign almennrar kirkju. Með guðfræðilegri iðkun og íhugun, samtali við aðrar hefðir og kirkjur, í guðs- þjónustu og boðun, miðlar og þroskar þjóðkirkjan trú sína og erindi á hverri tíð. Tilgangur samþykktanna Megintilgangur samþykktanna er að styrkja einingu kirkjunnar og samfélag sóknarfólks, safnaða og kirkjustjórnar, innra og ytra samhengi þjóðkirkjunnar og hinnar almennu, alþjóðlegu kirkju. Þessar samþykktir eiga að vera samstöðugrunnur, til að styrkja sjálfsmynd og samstöðu um meginatriði og gera grein fyrir forsendum starfshátta og hefða. Skipan innri mála þjóðkirkjunnar hlýtur að vera í stöðugri endurskoðun til þess að kirkjan geti sem best sinnt skyldum sínum, aðlagast breyttum aðstæðum og eflst á grundvelli köllunar sinnar.Samþykktirnar gefa ekki tæmandi mynd af trú og lífi þjóð- kirkjunnar. Regluverkið og lögin eiga umfram allt við um stofnunina. Önnur mikil- væg atriði í lífi og trú, játningu og boðun þjóðkirkjunnar og safnaðarfólks er ekki þar að finna. Evangelísk-lútersk kirkja hefur mikið frelsi til að skipa málum sínum út frá því sem best þjónar markmiðum fagnaðarerindisins á hverri tíð. Í þessum samþykktum er fólgið margt sem ekki er beinlínis nauðsynlegt vegna einingar kirkjunnar en þegar þjóðkirkjan hefur samþykkt ákvarðanir í ýmsum efnum er mikilvægt að þeim sé fylgt eftir til þess að varðveita eininguna og sátt um niðurstöðuna. Samþykktir um innri málefni kirkjunnar byggjast á þeim sögulega arfi sem þjóð- kirkjan ber með sér og félagslegu og sögulegu hlutverki hennar í íslensku samfélagi. Skipulag og tjáningarform kirkjunnar tengja hana því þjóðfélagi og umhverfi sem hún
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.