Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 83

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 83
 83 6. mál kirkjuþings 2009 Flutt af forsætisnefnd Starfsreglur um þingsköp kirkjuþings. 1. kafli. Þingskipun 1. gr. Forseti kirkjuþings boðar kirkjuþing árlega saman til fundar á haustmánuðum með eigi skemmri fyrirvara en eins mánaðar. Kirkjuþing starfar allt að tveimur vikum í senn. Heimilt er að gera allt að sex vikna hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari umræðu um þingmál lýkur. Heimilt er forseta að boða til aukakirkjuþings þegar brýna nauðsyn ber til með eigi skemmri fyrirvara en eins mánaðar. 2. gr. Forseti kirkjuþings setur kirkjuþing að loknu helgihaldi og stýrir því í samráði við forsætisnefnd. 3. gr. Forseti kirkjuþings er kjörinn úr röðum leikmanna til fjögurra ára í senn á fyrsta kirkjuþingi að afloknum kirkjuþingskosningum. Fráfarandi forseti stýrir forsetakjöri og gegnir að öðru leyti forsetastörfum þar til nýr forseti hefur verið kjörinn. Njóti fráfarandi forseta ekki við kemur varaforseti í hans stað. 4. gr. Forseti kirkjuþings stjórnar umræðum á þinginu og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Öllum kirkjuþingsmönnum, starfsmönnum þingsins og áheyrendum er skylt að hlýta agavaldi forseta. Ef brýna nauðsyn ber til getur forseti beitt kirkjuþingsmenn vítum. Hafi kirkjuþingsmaður verið víttur tvisvar á sama þingi getur forseti svipt hann málfrelsi tímabundið. 5. gr. Forseti kirkjuþings ber ábyrgð á starfsemi og rekstri þingsins og hefur æðsta vald í stjórnsýslu þess. Forseti undirbýr þinghaldið í samráði við kirkjuráð. Hann hefur starfsaðstöðu á biskupsstofu og nýtur þar þeirrar aðstoðar sem honum er þörf á. Forseti tekur við erindum til kirkjuþings og skýrir frá þeim og framlögðum skjölum kirkjuþingsmanna á þingfundi. 6. gr. Forseti kirkjuþings fylgir eftir samþykktum kirkjuþings eftir því sem við getur átt og birtir starfsreglur frá þinginu og aðrar réttarskapandi ákvarðanir þess í samræmi við lög. 7. gr. Á fyrsta fundi eftir kirkjuþingskjör skal kjósa kjörbréfanefnd til næstu fjögurra ára. Nefndin kýs sér formann og gerir hann þinginu grein fyrir áliti og tillögum hennar um rannsókn og afgreiðslu kjörbréfa. Fresta skal þingfundi meðan á athugun kjörbréfa stendur en að henni lokinni koma þau til afgreiðslu þingsins. 8. gr. Að lokinni afgreiðslu kjörbréfa kýs kirkjuþing skriflega forseta og fyrsta og annan varaforseta úr röðum leikmanna. Saman mynda þeir forsætisnefnd kirkjuþings. Forsætisnefnd gerir tillögur um fulltrúa til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið skal til á kirkjuþingi. Nefndin skal leggja tillögur sínar fram með hæfilegum fyrirvara og gæta þess að tilnefndur fulltrúi sé tilbúinn til að taka starfann að sér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.