Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 85

Gerðir kirkjuþings - 2009, Page 85
 85 dæmi áður en það er sent forseta, sbr. 1. mgr. 13. gr. Kirkjuþingsmenn kjördæmisins boða til fundarins. Forsætisnefnd getur veitt undanþágu frá kynningu á þingmálafundi ef sérstök rök mæla með því. Sérhvert þingmál, hvort heldur er frá einstökum kirkjuþingsmönnum, kirkjuráði eða fastanefndum kirkjuþings, skal vera til kynningar á vef kirkjunnar í að minnsta kosti tvær vikur eftir að það hefur borist forseta. Þar skal gefinn kostur til andsvara og umræðna. Að þeim loknum er flutningsmönnum heimilt að gera breytingar á þingmáli innan viku og senda forseta þá nýtt eintak. Þegar þingmál eru komin í endanlegt horf skulu þau svo skjótt sem auðið er send öllum kirkjuþingsmönnum og þeim sem seturétt eiga á þinginu samkvæmt 1. mgr. 25. gr. 15. gr. Tillögur um nýjar starfsreglur eða breytingar á eldri starfsreglum skulu samdar með lagasniði. Sérhverri tillögu skal fylgja greinargerð um tilgang þess yfirleitt og skýringar á helstu ákvæðum. 16. gr. Tillögur til þingsályktunar skulu vera í ályktunarformi. Þeim skal fylgja grein- argerð með skýringu á efni þeirra og tilgangi. 17. gr. Forsætisnefnd getur synjað framlagningu þingmáls ef hún metur það ekki tækt til þinglegrar meðferðar. Rétt er þó að gefa flutningsmönnum áður frest til úrbóta. 18. gr. Þingmál skulu lögð fram í upphafi þings í nægilegum fjölda eintaka. Við sérstakar aðstæður getur forsætisnefnd heimilað framlagningu nýs þingmáls á þinginu. Málið verður þá ekki tekið fyrir fyrr en næsta dag. Á hverju þingmáli skal auk flytjenda tilgreindur ákveðinn framsögumaður. 19. gr. Ef samþykkt máls felur í sér kostnað skal áætlun um slík útgjöld og skýringar við einstaka liði fylgja greinargerð. Greina skal kostnað í stofnkostnað og árlegan rekstrarkostnað ef við á. Komi tekjur til greina skal einnig gerð grein fyrir þeim. Að jafnaði skal gerð tillaga um hvaðan fjármunir eigi að koma til greiðslu á kostnaði og hvert tekjur skuli renna. Umsögn fjármálastjóra biskupsstofu um áætlunina skal fylgja með málinu. 20. gr. Tvær umræður skulu fara fram um hvert þingmál með að minnsta kosti einnar nætur millibili. Fastanefndir kirkjuþings fá þingmál til meðferðar milli umræðna, sbr. 10. gr. 21. gr. Nefndaráliti og breytingartillögum nefnda skal útbýtt til kirkjuþingsmanna daginn áður en þingmál er tekið til síðari umræðu. Það skal undirritað af nefndar- mönnum og framsögumaður tilgreindur. Nefndir geta skilað áliti meirihluta og minni- hluta. IV. kafli. Fundarsköp 22. gr. Skylt er kirkjuþingsmönnum að sækja alla þingfundi nema nauðsyn banni eða leyfi forseta komi til. Forseti metur hvort varamaður skuli kallaður til. 23. gr. Forseti kirkjuþings stýrir umræðum og kosningum á þinginu. Kosningar skulu vera skriflegar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.