Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 86

Gerðir kirkjuþings - 2009, Qupperneq 86
 86 Varaforseti gegnir störfum forseta í forföllum hans. Ef forseti tekur þátt í umræðum, öðrum en þingstjórn gefur tilefni til, víkur hann sæti á meðan og varaforseti stýrir fundi. 24. gr. Forseti kirkjuþings ákveður fyrir lok hvers fundar dagskrá fyrir næsta fund og lætur dreifa henni til kirkjuþingsmanna eftir því sem við verður komið. Þar skal tilgreint hvenær næsti fundur verður. Forseti getur ákveðið og tilkynnt þingheimi að til næsta fundar verði boðað með dagskrá sem þá verði komið til kirkjuþingsmanna. Forseti getur breytt röð á þeim málum sem eru á dagskrá og einnig tekið mál út af dagskrá. Forseti getur ákveðið ef enginn kirkjuþingsmaður andmælir því að umræður fari fram um tvö eða fleiri dagskrármál í einu eftir því sem hentugt þykir. Dagskrár, umræður og úrslit mála má birta jafnóðum í fjölmiðlum. 25. gr. Málfrelsi og tillögurétt á fundum kirkjuþings hafa auk kirkjuþingsmanna biskup Íslands, vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum, kirkjuráðsmenn sem eigi eru þingfulltrúar, ráðherra sá er fer með málefni þjóðkirkjunnar eða fulltrúi hans, fulltrúi guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands og fulltrúi kirkjuþings unga fólksins. Biskup Íslands getur falið fulltrúa sínum að gera grein fyrir þingmáli og taka þátt í umræðum fyrir sína hönd. 26. gr. Forseti kirkjuþings heldur mælendaskrá og gefur mönnum orðið í þeirri röð sem þeir æskja þess. Forseti getur þó vikið frá þeirri reglu ef hann telur ástæðu til vegna umræðunnar. 27. gr. Á hverju kirkjuþingi skal vera sérstakur þingfundur þar sem kirkjuþings- mönnum gefst kostur á að bera fram fyrirspurnir til ráðherra, biskups Íslands, vígslu- biskupanna í Skálholti og á Hólum og kirkjuráðs. Fyrirspurnir skulu vera skriflegar og svarað skriflega. Fyrirspyrjandi gerir grein fyrir fyrirspurninni í umræðu og sá sem fyrirspurn er beint til gerir jafnframt nánari grein fyrir svari sínu í umræðunni. Fyrirspurnum skal skilað til forseta með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Á hverju kirkjuþingi má hafa sérstakan þingfund þar sem kirkjuþingsmönnum gefst kostur á að ræða mál sem ekki eru á dagskrá þingsins. Óskum kirkjuþingsmanna um slíkar umræður skal komið til forseta með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara. Forsætisnefnd metur hvort við beiðninni skuli orðið. Forseti getur ákveðið að einn þingfundur á hverju kirkjuþingi skuli helgaður tilteknu málefni án þess að sérstök ósk hafi komið fram um það frá kirkjuþingsmönnum. 28. gr. Flutningsmaður máls en ekki nema einn þótt fleiri flytji og framsögumenn nefnda mega við hverja umræðu um mál tala þrisvar, í fyrsta sinn í allt að þrjátíu mínútur, í annað sinn í allt að tíu mínútur og í þriðja sinn í allt að fimm mínútur. Aðrir en framsögumenn mega tala tvisvar, í tíu mínútur í fyrsta sinn og fimm mínútur í annað sinn. Fyrirspyrjandi samkvæmt 2. mgr. 27. gr. en ekki nema einn þótt fleiri standi að fyrirspurn og sá sem svarar fyrirspurn mega tala tvisvar, í fyrra skiptið í fimm mínútur og í síðara skiptið í þrjár mínútur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.