Gerðir kirkjuþings - 2009, Side 96
96
10. mál kirkjuþings 2009
Flutt af kirkjuráði
Starfsreglur um kirkjuþing unga fólksins.
Hlutverk og skipulag
1. gr. Biskup Íslands boðar til kirkjuþings unga fólksins í samráði við forseta
kirkjuþings. Kirkjuþing unga fólksins skal haldið að vori og starfar í einn dag.
2. gr. Hlutverk kirkjuþings unga fólksins er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í
þjóðkirkjunni og í samfélagi kirkna um heim allan. Kirkjuþing unga fólksins er vett-
vangur ungs fólks til að hafa áhrif á starfsemi kirkjunnar.
3. gr. Biskupsstofa annast undirbúning kirkjuþings unga fólksins í samráði við Æsku-
lýðssamband þjóðkirkjunnar.
Þingfulltrúar
4. gr. Á kirkjuþingi unga fólksins eiga sæti fulltrúar prófastsdæmanna og KFUM og
KFUK með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, alls 29 fulltrúar. Fulltrúarnir skulu
vera á aldrinum 14 til 30 ára og skráðir í þjóðkirkjuna.
Prófastar bera ábyrgð á að fulltrúar verði valdir úr:
a) Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni
b) Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni
c) Kjalarnessprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 2 ungmenni
d) Borgarfjarðarprófastsdæmi og Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi, 1 æsku-
lýðsleiðtogi og 1 ungmenni
e) Vestfjarðarprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og 1 ungmenni
f) Húnavatnsprófastsdæmi og Skagafjarðarprófastsdæmi, 1 æskulýðsleiðtogi og
1 ungmenni.
g) Eyjafjarðarprófastsdæmi og Þingeyjarprófastsdæmi, 2 æskulýðsleiðtogar og 1
ungmenni
h) Austfjarðarprófastdæmi og Múlaprófastsdæmi, einn æskulýðsleiðtogi og eitt
ungmenni
i) Skaftafellsprófastsdæmi, Rangárvallaprófastsdæmi og Árnesprófastsdæmi, 2
æskulýðsleiðtogar og 1 ungmenni.
j) Auk fulltrúa prófastsdæmanna velur stjórn KFUM og KFUK á Íslandi þrjá
fulltrúa frá félögunum til setu á kirkjuþinginu.
Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar skal leita eftir tilnefningum þingfulltrúa og skulu
þær hafa borist fyrir æskulýðsdag þjóðkirkjunnar fyrsta sunnudag í mars.
Þingsköp
5. gr. Kirkjuþing unga fólksins hefst með helgistund er biskup Íslands annast. Þá setur
forseti kirkjuþings þingið og stýrir því fram yfir kosningu forseta og varaforseta.
6. gr. Í upphafi kirkjuþings unga fólksins eru kosnir forseti, tveir varaforsetar og tveir
fundarritarar.