Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 20
Einar Sigurbjörnsson, Háskóla íslands
„Lær sanna tign þín sjálfs“
Þegar Jón forseti og frú Ingibjörg
voru kvödd hinstu kveðju
Á þessu ári er þess minnst að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar
forseta. Hann fæddist á Rafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811 og andaðist
í Kaupmannahöfn 7. desember 1879. I þessari grein ætla ég að gera grein
fyrir útför Jóns Sigurðssonar forseta og konu hans Ingibjargar Einarsdóttur
og einkum meta ljóðin og sálmana sem sungnir voru við útförina. Með því
að efna til veglegrar útfarar létu Islendingar í ljós þakklæti sitt við Jón forseta
og komu fram sem þjóð er bjó yfir reisn og metnaði sem hafði vaknað fyrir
hvatningu hans.
I
Jón Sigurðsson var nefndur „óskabarn íslands,“ og „sómi íslands, sverð
og skjöldur“ en þau orð létu Islendingar í Kaupmannahöfn letra á silfur-
skjöld á kistu hans. Fljótlega eftir andlát Jóns fóru menn að minnast hans
á fæðingardegi hans 17. júní. I virðingarskyni við hann var Háskóli íslands
stofnaður 17. júní 1911, á 100 ára afmæli hans, og þegar ákveðið var að setja
á fót lýðveldi á Islandi 1944 þótti fæðingardagur hans eðlilegur stofndagur
lýðveldisins og þjóðhátíðardagur. Hugvekjur hans til Islendinga í tímariti
sínu Nýjum félagsritum vöktu Islendinga til vitundar um stöðu sína og rétt-
indi. Og ekki leið á löngu eftir að hann var orðinn þingmaður að hann varð
sjálfsagður foringi þings og þjóðar.1
Þegar blaðið Þjóðólfur birti andlátsfregn Jóns Sigurðssonar 9. febrúar
1880 er hann nefndur forseti íslendinga. Þá hafði hann um þriggja áratuga
skeið verið óskoraður leiðtogi Islendinga, forystumaður í stjórnmálum og
virtur fræðimaður. Forseti var hann ávallt nefndur og átti sá titill fyrst og
fremst við formennsku hans í Hafnardeild Hins íslenska bókmenntafélags,
1 Sjá Guðjón Friðriksson 2002 og 2003.
18