Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 23
Steingrímur Thorsteinsson en þeir þrír voru þá gjarnan nefndir í sömu
andránni.10 Póstskipið Phönix flutti lík hjónanna heim og kom það til
Reykjavíkur 30. apríl og 4. maí fór útförin fram.
Útförina í Reykjavík 4. maí má raunar kalla síðari hluta útfarar Jóns og
Ingibjargar því að Islendingar í Kaupmannahöfn höfðu gengist fyrir því að
haldin var minningarathöfn um hjónin í Garnisons kirke (Setuliðskirkjunni)
við Sct. Anne torg, í næsta nágrenni við konungshöllina, Amalienborg,
í desember 1879. Þær minningarathafnir voru raunar meira en minn-
ingarathafnir í nútímamerkingu orðsins heldur fullgildar útfararathafnir og
sagt að lík þeirra hafi verið vígð til moldar með því að rekum var kastað
á kistur þeirra.* 11 Minningarathöfnin um Jón var haldin 13. desember að
viðstöddu miklu fjölmenni. Húskveðja hafði áður verið haldin á heimili
hans og Ingibjargar 11. desember og annaðist hana séra Eiríkur prófastur
Briem, prófastur Húnvetninga, síðar kennari við Prestaskólann í Reykjavík,
sem þá var staddur í Höfn en viðstaddir sungu íslenska sálma.12
Lík Jóns var þá flutt til Garnesons kirke þar sem vegleg athöfn fór fram
13. desember. Hún hófst á því að sunginn var sálmurinn „Tænk naar engang
den Taage er forsvunden“. Sá sálmur er eftir norska prestinn Wilhelm Andreas
Wexels (1797-1866) og því get ég hans að séra Matthías átti eftir að þýða
hann síðar.13 Presturinn sem annaðist athöfnina var sr. Georg Schepelern
(1839-1900), sóknarprestur við Þrenningarkirkju (Trinitatiskirke) við
Kaupmangaragötu (Kobmagergade) en hún var sóknarkirkja Garðsbúa í
Höfn og var Árnasafn, þar sem Jón hafði setið löngum stundum, staðsett
á lofti hennar. Schepelern þessi var einn af leiðtogum Heimatrúboðsins
danska (Indre Mission). Var hann í þeim armi heimatrúboðsins sem lagði
áherslu á að heimatrúboðið stæði að félagslegri þjónustu fyrir bágstadda í
borginni í því skyni að brúa hið vaxandi bil milli hinna vinnandi stétta og
kirkjunnar. Aðrir leiðtogar heimatrúboðsins voru ekki á sama máli og olli
þessi skoðanaágreiningur klofningi í röðum heimatrúboðsmanna síðar.14
I ræðu sinni lagði Schepelern út af orðum Páls postula í Rómverjabréfinu
10 Sbr. Steingrímur Matthíasson 1953 Athyglisvert er að enginn höfunda í Davíð Stefánsson 1953
ræðir andlátssílma Matthíasar við útför Jóns Sigurðssonar. Hann getur heldur ekki útfarar Jóns
í sjálfsævisögu sinni, Matthías Jochumsson 1959.
II Útfór 1880, s. 19 og 24.
12 Útfór s. 3-8.
13 Sdlmabók íslensku kirkjunnar 1972/1997, nr. 441, „Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður“.
14 http://www.denstoredanske.dk/Dansk_Biografisk_Leksikon/Kirke_og_tro/Pr%C3%A6st/G.
Schepelern
21