Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 23

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 23
Steingrímur Thorsteinsson en þeir þrír voru þá gjarnan nefndir í sömu andránni.10 Póstskipið Phönix flutti lík hjónanna heim og kom það til Reykjavíkur 30. apríl og 4. maí fór útförin fram. Útförina í Reykjavík 4. maí má raunar kalla síðari hluta útfarar Jóns og Ingibjargar því að Islendingar í Kaupmannahöfn höfðu gengist fyrir því að haldin var minningarathöfn um hjónin í Garnisons kirke (Setuliðskirkjunni) við Sct. Anne torg, í næsta nágrenni við konungshöllina, Amalienborg, í desember 1879. Þær minningarathafnir voru raunar meira en minn- ingarathafnir í nútímamerkingu orðsins heldur fullgildar útfararathafnir og sagt að lík þeirra hafi verið vígð til moldar með því að rekum var kastað á kistur þeirra.* 11 Minningarathöfnin um Jón var haldin 13. desember að viðstöddu miklu fjölmenni. Húskveðja hafði áður verið haldin á heimili hans og Ingibjargar 11. desember og annaðist hana séra Eiríkur prófastur Briem, prófastur Húnvetninga, síðar kennari við Prestaskólann í Reykjavík, sem þá var staddur í Höfn en viðstaddir sungu íslenska sálma.12 Lík Jóns var þá flutt til Garnesons kirke þar sem vegleg athöfn fór fram 13. desember. Hún hófst á því að sunginn var sálmurinn „Tænk naar engang den Taage er forsvunden“. Sá sálmur er eftir norska prestinn Wilhelm Andreas Wexels (1797-1866) og því get ég hans að séra Matthías átti eftir að þýða hann síðar.13 Presturinn sem annaðist athöfnina var sr. Georg Schepelern (1839-1900), sóknarprestur við Þrenningarkirkju (Trinitatiskirke) við Kaupmangaragötu (Kobmagergade) en hún var sóknarkirkja Garðsbúa í Höfn og var Árnasafn, þar sem Jón hafði setið löngum stundum, staðsett á lofti hennar. Schepelern þessi var einn af leiðtogum Heimatrúboðsins danska (Indre Mission). Var hann í þeim armi heimatrúboðsins sem lagði áherslu á að heimatrúboðið stæði að félagslegri þjónustu fyrir bágstadda í borginni í því skyni að brúa hið vaxandi bil milli hinna vinnandi stétta og kirkjunnar. Aðrir leiðtogar heimatrúboðsins voru ekki á sama máli og olli þessi skoðanaágreiningur klofningi í röðum heimatrúboðsmanna síðar.14 I ræðu sinni lagði Schepelern út af orðum Páls postula í Rómverjabréfinu 10 Sbr. Steingrímur Matthíasson 1953 Athyglisvert er að enginn höfunda í Davíð Stefánsson 1953 ræðir andlátssílma Matthíasar við útför Jóns Sigurðssonar. Hann getur heldur ekki útfarar Jóns í sjálfsævisögu sinni, Matthías Jochumsson 1959. II Útfór 1880, s. 19 og 24. 12 Útfór s. 3-8. 13 Sdlmabók íslensku kirkjunnar 1972/1997, nr. 441, „Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður“. 14 http://www.denstoredanske.dk/Dansk_Biografisk_Leksikon/Kirke_og_tro/Pr%C3%A6st/G. Schepelern 21
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.