Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 29
Lœr sanna tign þín sjdlfs,
ver sjálfur hreinn og frjáls,
þá skapast frelsið fyrst
ogfyrir Jesúm Krist
skal dauðans jjötur falla.
Svo margan góðan gaf þín náð
oggaska vorum lýði
að vera sverð og vísdómsráð
í veiku þjóðarstríði.
Með sigurvon í sorg
vér syngjum: Guð vor borg,
sjá lögð og rudd er leið
sem liggur ofar deyð
tilfrelsis himinjjalla.28
Fyrsta erindi sálmsins skírskotar til forsjónar Guðs og hvetur þjóðina til að
falla fram í þökk til Guðs sem einmitt sendi henni hjálp þegar neyð hennar
var stærst. Annað erindið er bæn til Guðs fyrir að hafa vakið þjóðinni mann
sem með hvellri röddu birti henni guðdóms-kallið um rétt hennar og allra
þegna hennar til frelsis. Þriðja erindið er þakkargjörð og flytur líka hverjum
Islendingi áminningu um þann lærdóm sem landsmenn megi öðlast af
boðskap Jóns sem Guð hafði blásið honum í brjóst: Lær sanna tign þín
sjálfs, ver hreinn og frjáls og fjötur dauðans mun falla sakir Jesú Krists.
Fjórða erindið er sigursöngur. I sorginni hljómar von um sigur því að Guð
er borg - tilvísun í sálm Lúthers — og leiðin til frelsis er rudd og hún liggur
handan og ofar dauðanum, til frelsis himinsins.
Þá flutti dómkirkjupresturinn séra Hallgrímur Sveinsson dómkirkju-
prestur og síðar biskup yfir íslandi líkræðu yfir hjónunum báðum. „Þjóðin
öll syrgir hið burtkallaða mikilmenni eins og menn syrgja ástríkan föður
eða góðan bróður,“ sagði séra Hallgrímur í ræðu sinni og minntist Jóns og
Ingibjargar fagurlega.29
28 Útfór 1880, s. 31-32. Sálmar Matthíasar við útförina eru líka í Matthías Jochumsson 1936, s.
12-14; önnur kvæði skáldsins til heiðurs Jóni Sigurðssyni eru á s. 10-12 og 14-15.
29 Útfór 1880, s. 32-38.
27