Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 35
Graf á skjöld þinn orðin: aldrei víkja!
Afram bein í horfi réttu!
Munu Guð þinn aldrei — aldrei svíkja.
Afram svo að marki settuA'1
Lokaræðuna í kirkjunni flutti dr. Pétur Pétursson biskup.35 Hann hafði
ekki verið samstíga Jóni Sigurðssyni í stjórnmálum en talar í ræðu sinni af
mikilli virðingu um hann og starf hans. Hann lagði út af hvatningu Páls
postula til Tímóteusar um að halda sig við kenninguna í tíma og ótíma
(2Tím 4.2) og þeirri áminningu hafi Jón fylgt og í tíma og ótíma haldið
fram kenningu sinni en
[...] kenning hans laut öll að frelsi og framfórum fósturjarðar vorrar. Við
þessa kenning sína sló hann aldrei slöku né lét verða hlé á henni. Hvernig
sem tímarnir breyttust [...] hélt hann henni þó jafnt og stöðugt áfram með
hinum sama brennandi áhuga, með hinu sama ósigrandi sálarþreki og það
er einmitt þetta sem gjörði hann að sannkallaðri og frábærri frelsishetju og
sem að minni ætlun einkennir alla starfsemi hans í stjórnarmálum.36
Hann tekur undir sjónarmið Jóns um að frelsi þjóðar muni efla hana
helst en frelsið verði að byggjast á menntun:
Sagan sýnir oss líka, að stjórnfrelsi verður þeim einum þjóðum til blessunar,
sem undir það eru búnar, og komnar svo langt áleiðis í menntun, að þær kunna
að hagnýta sér það. Þetta vissi líka Jón Sigurðsson, og því leitaðist hann við með
óþreytandi elju í ritum og ræðum að fræða landa sína og hvetja þá til dugnaðar
og dáðar í öllum greinum. Þetta er nú kunnugra en frá því þurfi að segja.37
Og kostir Jóns Sigurðssonar voru helstir þessir:
Hann kunni líka manna best að laða aðra að sér, og fá þá til að aðhyllast
skoðanir sínar, og hafði allt til þess að bera, að vera ágœtur lýðsforingi: atgjörvi
sálar og líkama, djúpsettan fróðleik, einkum á sögu og högum fósturjarðar
sinnar, einbeittan vilja, en glaðlegt viðmót, greiðvikni, gestrisni, ósérpœgni og
brennandi fóðurlandsást, sem hann lagði allt i sölurnarfyrir. Þetta allt hlaut
að ávinna honum hylli og virðing allra, eins þeirra, sem höfðu aðra skoðun
en hann á ýmsum málum.38
34 Útfór 1880, s. 47-48.
35 Útfór 1880, s. 48-52.
36 Útfór 1880, s. s.49.
37 Útfór 1880, s. 50.
38 Útfór 1880, s. 50, lbr. þar.
33