Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 44
hvers eðlis þær eru og hvaða lærdóm megi af þeim draga í umræðum um
trúarjátningar í samtímanum.
Um trúarjátningar í Gamla testamentinu
Gamla testamentið hefur að geyma afar fjölbreytilegt efni en víða er að finna
viðleitni til að draga kjarnann í hinu fjölbreytilega efni saman í hnitmiðuðu
máli,3 gjarnan í formi trúarjátninga. Fjölmargir sálmar Saltarans eru gott
dæmi um það. Það á ekki síst við um þá sálma sem gjarnan eru kenndir
við trú eða trúartraust (psalms of confidence), en meðal þeirra eru tveir af
kunnustu sálmum Saltarans, Slm 23 og Slm 121.
Trúarjátningar í Gamla testamentisins komust mjög á dagskrá í umræðum
biblíufræðinga kringum 1940. Astæðan var sú að Þjóðverjinn Gerhard von
Rad (1901-1971),4 sem var félagi í játningakirkjunni þýsku, setti fram mjög
athyglisverða og áhrifamikla kenningu um myndunarsögu Sexbókaritsins
sem hann kallaði svo. 5
Rit Gerhard von Rad um guðfræði Gamla testamentisins hafa íyrir löngu
öðlast þann sess að vera meðal sígildra rita á fræðasviðinu6 þó að vissulega
séu ýmsar kenningar hans mjög umdeildar.
Von Rad hélt því fram að Sexbókaritið svonefnda væri sprottið upp úr
fornum trúarjátningum sem finna mætti á nokkrum stöðum innan ritsins.
Hann nefndi einkum til sögunnar þrjár slíkar: 5Mós 6:20-24; 5Mós 26:5-9
og Jós 24:3-12.
I annarri þessara trúarjátninga, sem oftast er vitnað til, segir svo:
„Faðir minn var umreikandi Aramei og hann fór suður til Egyptalands
fáliðaður og hlaut þar hæli sem aðkomumaður og varð þar að mikilli, öflugri
og fjölmennri þjóð. 6En Egyptar léku okkur grátt, kúguðu okkur og lögðu
á okkur þunga þrælavinnu. 7Þá hrópuðum við til Drottins, Guðs feðra
3 Þannig hefur Míka 6.8 oft verið nefndur samnefnarinn íyrir boðskap spámannanna.
4 Góða umfjöllun er að finna um von Rad og guðfræði hans í bók R. Smend 1989, s. 226-254.
Sjá einnig J. L. Crenshaw 1978, R. B. Laurin 1970, Contemporary Old Testament Theologians, s.
63-89, Hayes & Prussner, 1985, Old Testament Theology, s. 233-239 og Gunnlaugur A. Jónsson
1988, The Image of God, s. 92-100.
5 Með Sexbókaritinu er átt við Mósebækurnar fimm og Jósúabók. Algengara er að í G.t.-fræðum sé
gengið út frá svokölluðu Fimmbókariti, sem er annað heiti yfir Mósebækur.
6 Oft eru bækur W. Eichrodt (1890-1978) og von Rad (1901-1971) um guðfræði Gamla
testamentisins taldar tvær þær merkustu á 20. öld. Sjá t.d. B. W. Anderson 1999: Countours of
Old Testament Theology þar sem hann talar (s. 18-22) um fyrrgreindar bækur sem „Two Major
Old Testament Theologies.“
42
J