Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 48
I langri leit biblíufræðinga að þungamiðju í Gamla testamentinu eða samnefnara fyrir hinn fjölbreytilega boðskap þess15 hefur m.a. verið bent á 1. boðorðið (W.H. Schmidt) og rök færð fyrir því að það hafi verið notað sem mælikvarði til að velja og hafna er tekin skyldi afstaða til þess hvort ákveðin trúaratriði eða helgisiðir gætu samrýmst trú hinna fornu Hebrea eða Israelíta.16 Trúarjátning lýsingarorðanna I áhrifamikilli bók sinni um guðfræði Gamla testamentisins fjallar hinni kunni bandaríski biblíufræðingur Walter Brueggemann (f. 1932) í einum kafla um það sem hann kallar trúarjátningu lýsingarorðanna: „Exodus 34:6-7: A Credo of Adjectives.“17 „Drottinn, Drottinn er miskunnsamur og náðugur Guð, seinn til reiði, gæskuríkur og trúfastur. 7Hann sýnir þúsundum gæsku, fyrirgefur misgjörðir, afbrot og syndir en lætur hinum seka ekki óhegnt heldur lætur afbrot feðranna bitna á börnum og barnabörnum í þriðja og fjórða lið.“ Brueggemann bendir á að textinn standi í mjög þýðingarmiklu samhengi sem öll framtíð Israels virðist velta á.18 Brueggemann ræðir talsvert þýðingu þess að þessi játning sýnir tvær hliðar guðdómsins. En hin jákvæða hlið ómar víða í lofsöngvum Gamla testamentins, t.d. í Slm 145.8: „Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæsku- ríkur.“ Þarna er hluti ofangreindrar trúarjátningar kominn í nýtt samhengi lofsöngs sem er í stærra samhengi skoðað hluti af niðurlagi sálmasafnsins sem endar á nokkrum lofsöngvum (Slm 145-150) eftir fjölbreytilega vegferð gegnum dimma dali, glímu við óvini og þjáningar margskonar. Þessu dæmi er hér haldið til haga til að sýna að í umræðum gamla- testamentisfræðinga á undanförnum árum er gengið út frá því að ýmsar trúarjátningar sé að finna innan Gamla testamentisins þó að ekki skrifi fræðimenn almennt uppá þá kenning von Rads að Sexbókaritið eða Gamla 15 Umræðu um leitina að þungamiðju eða samnefnara Gamla testamentisins er m.a. að finna í bók G. Hasel 1977 Old Testament Theology: Basic Issues in the Current Debate, s. 77-104. Sjá einnig H. G. Reventlow 1985: Problems of Old Testament Theology in the Twentieth Century, s. 125-133. 16 W. H. Schmidt 1983, The Faith ofthe Old Testament, s. 1-4. 17 W. Brueggemann 1997, Theology ofthe Old Testament, s. 215 o. áfr. 18 P. Trible 1978, God and the Rhetoric of Sexuality. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.