Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 51

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 51
Haraldur segir að ritningin verði upprspretta og grundvöllur kenn- ingarinnar en leggur jafnframt áherslu á að trúarhugmyndir breytast og þroskast. Biblían sé ekki sjálfri sér samkvæm eða ein óskeikul heild. En þrátt fyrir það skýri hún okkur frá opinberun guðs. Hún sé opinberunarsaga, en engin lögbók. Haraldur segir baráttuna snúast um það hvort framþróun eigi sér stað innan kirkjunnar, og yfirleitt í heimi trúarbragðanna eða ekki. Að binda kenninguna við játningarritin sé að lýsa því yfir að kirkjan eigi að standa þar kyrr í þekkingu sannleikans, sem hún eitt sinn hefur komist og ekki fara lengra. „Það sem fyrir oss vakir sem aðhyllumst kenninarfrelsi presta sem einmitt þetta: Vér viljum forðast kyrrstöðuna og afturförina.“24 Lokaorð Haralds í greininni hljóða svo: „Játningarritin eru nokkurs konar heilræði sem móðir vor, kirkjan (: hinar fyrri kynslóðir hennar) hefir afhent oss. Vér tökum þeim heilræðum með lotningu sem góðir synir, en látum þau ekki hefta sannleiksleit vora né þekkingarþroska.“25 Jón Helgason (1866-1942) prestaskólakennari varð fyrstur til að flytja ný og umdeild viðhorf á sviði biblíurannsókna hingað til lands í lok 19. aldar.26 Eins og víðast hvar erlendis þar sem þessi nýju viðhorf voru kynnt leiddu þau til mikilla deilna hér á landi og voru viðhorfin nýju oft kennd við „biblíugagnrýni“ eða einfaldlega „nýja guðfræði“. Einn helsti samherji Jóns í baráttunni fyrir hinum nýju viðhorfum var Haraldur Níelsson. Mikilvægt er að hafa þessar deilur í huga þegar rætt er um deilurnar um játningaritin sem komu í kjölfarið. I erindi sem Jón Helgason flutti á prestastefnunni árið 1909 fjallaði hann í alllöngu máli um „Prestana og játningarritin.“27 Þar lagði hann áherslu á að játningarritin væru ófullkomin mannasmíði, sem í flestu tilliti beri á sér fingraför sinna tíma. Hann minnti á að Lúter sjálfur hefði sett þá frumreglu fyrir evangelisku kirkjurnar, að ritningin ein skyldi vera regla og mælisnúra trúar og kenningar. Jón bætti því við að kirkja sem kenndi sig við Lúter væri komin út á villubrautir kaþólsku kirkjunnar með játningadýrkun sinni. Þá sagði hann og að skilningur manna á guðs orði hefði breyst mjög 24 Haraldur Níelsson 1908, s. 235. 25 Haraldur Níelsson 1908, s. 236. 26 Sjá Gunnlaugur A. Jónsson 1990, Ritröð Guðfræðistofmunar 4, Þýðingarstarf Haralds Níelssonar og upphaf „biblíugagnrýni á Islandi. Sjá einkum s. 67-68. 27 Jón Helgason 1909 Prestarnir og játningarritin: að stofninum til inngangsorð til umræðu, flutt á prestastefnunni á Þingvelli 1909. Skirnir 83, s. 193-224. 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.