Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 53

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 53
Niðurstöður Deilurnar um trúarjátningarnar fyrir rúmum hundrað árum hér á landi og meðal Vestur-Islendinga voru fróðlegar og tengdust deilum um ný viðhorf og róttækar niðurstöður á sviði biblíurannsókna. Það vekur þó athygli við umræddar deilur að nánast enginn gaumur er þar gefinn að spurningunni um hvort trúarjátningar sé að finna innan Biblíunnar sjálfrar. Hér hefur athyglinni verið beint að því atriði og leitast við að sýna fram á að trúar- játningar, sem sannarlega eru til staðar innan Gamla testamentisins, geti reynst ákveðinn vegvísir fyrir kirkjulega umræðu um þessi efni. Könnun á fjölmörgum trúarjátningum sem er að finna í Gamla testa- mentinu sýnir að játningarnar spruttu upp úr ákveðnum aðstæðum á hverjum tíma en haldið var fast í viss grundvallaratriði. Sá lærdómur sem við getum dregið af trúarjátningum Gamla testament- isins er ekki síst sá að trúarjátningar hafa mikilvægu hlutverki að gegna, en það er líka mikilvægt að þær fái að þróast eða nýjar játningar að verða til í takt við nýjar aðstæður en þar sem grunnurinn, hið mikilvægasta, stendur óhaggað og óbreytt. Játningin tjáir sérkenni trúarinnar.30 Útdráttur I greininni er því haldið fram að trúarjátningar hafi fylgt kristinni trú frá upphafi og eigi sér að auki rætur í Gamla testamentinu. Rifjaðar eru upp hatrammar deilur sem urðu meðal íslenskra guðfræðinga fyrir um einni öld um gildi trúar- játninga. Megináherslan í greininni hvílir þó á trúarjátningum innan Gamla testamentisins. Ræddar eru kunnar en umdeildar kenningar Þjóðverjans Gerhard von Rad um það efni. Þó að þær kenningar hafi að ýmsu leyti verið gagnrýndar og jafnvel hraktar þá stendur óhaggað að trúarjátningar gegna stóru hlutverki innan Gamla testamentisins. Nokkrar þessar játninga eru kannaðar og sýnt að þær hafa sprottið upp úr ólíkum aðstæðum í trúarlífi fólks en haldið var fast við viss grundvallaratriði. Af trúarjátningum Gamla testamentisins má draga þær ályktanir að trúarjátningar hafa mikilvægu hlutverki að gegna , en nýjar játningar þurfi að verða til í takt við breyttar aðstæður þar sem kjarninn stendur þó óhaggaður og tjáir sérkenni trúarinnar. English summary The present article claims that confessions of faith have been part of the Christian message from the beginning and argues further that the confessions have their roots in the Old Testament. A severe debate among Icelandic theologians one 30 Gerhardsson, Birger 1985, s. 11. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.