Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 62

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 62
fríkirkjuleiðina „gaf engar bendingar um hvernig hún yrði farin, né hvernig samband ríkis og kirkju yrði slitið á viðunanlegan og hagkvæman hátt.“22 Ovíst er að þeir Sigurður og Einar hafi stefnt að nákvæmlega sama marki varðandi samband ríkis og kirkju í framtíðinni. Sigurður keppti að auknu sjálfstæði þjóðkirkjunnar í áframhaldandi tengslum við ríkisvaldið en það var almenn stefna í kirkjunni um þessar mundir eins og fram kom í fyrri greinum þessa flokks.23 Einar virðist hafa verið jákvæðar stemmdur gagn- vart aðskilnaði en í bréfi til Þórhalls Bjarnarsonar sem löngum var opinn fyrir breytingum á sambandi ríkis og kirkju kvaðst hann vart búast við „að fríkirkjan komi strax alsköpuð til dyra hjá okkur á fyrsta fundi“.2<í Þórhalli biskupi fannst tíminn naumur til að koma á fulltrúafundi og ráðlegra væri að stefna að myndarlegri prestastefnu og síðan fundum með prestum víðar um land í tengslum við embættisferðir sínar á næstunni.25 Sigurður P. Sívertsen taldi hins vegar að hægt hlyti að vera að ná saman góðum fundi. Þá rökstuddi hann nánar hvers vegna mikilvægt væri að bæði prestar og leikmenn af landinu öllu sætu fundinn og þar með hvers vegna prestastefna væri ekki fullnægjandi. Fólust rökin í því að breytingar þær sem ætlunin væri að fjalla um snertu kirkjuna í heild, því mætti ekki fjalla um þær á fundi sem aðeins væri sóttur af ákveðnu svæði til dæmis gamla „synódussvæðinu“. Ljóst virðist því að fundinum var ætlað að fjalla bæði um stofnun kirkjuþings sem stjórnin hafði hafnað og þær breytingar sem kirkjulöggjöfin frá 1907 lagði grunn að. Þær breytingar vörðuðu að mati Sigurðar fyrst og fremst söfnuðina en lögin kváðu m.a. á um skiptingu landsins í prestaköll, veitingu prestakalla, hlutverk sóknar- og héraðsnefnda og umsjón og fjárhald kirkna.26 Þeir yrðu því að eiga fulltrúa sem þeir treystu á fundum sem um lögin fjölluðu. Ekki væri heldur gott að ræða sjálfstæði kirkjunnar á fundi presta einna þar sem fólk hlyti þá að álíta að aðeins væri verið að ræða um hagsmuni prestastéttarinnar.27 Loks setti hann fram þungvæg rök sem lutu að tengslum kirkju og þjóðar: ,,[E]f ekki eru kosnir reglulegir fulltrúar úr hverju prófastdæmi, verður ekki hægt að segja að niðurstaða fundarins sé samkvæm vilja þjóðarinnar“.28 Þegar um 22 Almennur kirkjufundur. Bréf og áskorun 1908: 252. 23 Hjalti Hugason 2010. Hjalti Hugason 2011 a. 24 Einar Þórðarson 1909: 197. 25 Kirkjufundarbréfíð 1909: 38. Einar Þórðarson 1909: 194, 197. 26 Magnús Jónsson 1952: 72-82. 27 Um kirkjufundinn í sumar 1909: 30, 31 28 Um kirkjufundinn í sumar 1909: 31. 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.