Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 62
fríkirkjuleiðina „gaf engar bendingar um hvernig hún yrði farin, né hvernig
samband ríkis og kirkju yrði slitið á viðunanlegan og hagkvæman hátt.“22
Ovíst er að þeir Sigurður og Einar hafi stefnt að nákvæmlega sama marki
varðandi samband ríkis og kirkju í framtíðinni. Sigurður keppti að auknu
sjálfstæði þjóðkirkjunnar í áframhaldandi tengslum við ríkisvaldið en það
var almenn stefna í kirkjunni um þessar mundir eins og fram kom í fyrri
greinum þessa flokks.23 Einar virðist hafa verið jákvæðar stemmdur gagn-
vart aðskilnaði en í bréfi til Þórhalls Bjarnarsonar sem löngum var opinn
fyrir breytingum á sambandi ríkis og kirkju kvaðst hann vart búast við „að
fríkirkjan komi strax alsköpuð til dyra hjá okkur á fyrsta fundi“.2<í
Þórhalli biskupi fannst tíminn naumur til að koma á fulltrúafundi og
ráðlegra væri að stefna að myndarlegri prestastefnu og síðan fundum með
prestum víðar um land í tengslum við embættisferðir sínar á næstunni.25
Sigurður P. Sívertsen taldi hins vegar að hægt hlyti að vera að ná saman
góðum fundi. Þá rökstuddi hann nánar hvers vegna mikilvægt væri að bæði
prestar og leikmenn af landinu öllu sætu fundinn og þar með hvers vegna
prestastefna væri ekki fullnægjandi. Fólust rökin í því að breytingar þær
sem ætlunin væri að fjalla um snertu kirkjuna í heild, því mætti ekki fjalla
um þær á fundi sem aðeins væri sóttur af ákveðnu svæði til dæmis gamla
„synódussvæðinu“. Ljóst virðist því að fundinum var ætlað að fjalla bæði
um stofnun kirkjuþings sem stjórnin hafði hafnað og þær breytingar sem
kirkjulöggjöfin frá 1907 lagði grunn að. Þær breytingar vörðuðu að mati
Sigurðar fyrst og fremst söfnuðina en lögin kváðu m.a. á um skiptingu
landsins í prestaköll, veitingu prestakalla, hlutverk sóknar- og héraðsnefnda
og umsjón og fjárhald kirkna.26 Þeir yrðu því að eiga fulltrúa sem þeir
treystu á fundum sem um lögin fjölluðu. Ekki væri heldur gott að ræða
sjálfstæði kirkjunnar á fundi presta einna þar sem fólk hlyti þá að álíta
að aðeins væri verið að ræða um hagsmuni prestastéttarinnar.27 Loks setti
hann fram þungvæg rök sem lutu að tengslum kirkju og þjóðar: ,,[E]f ekki
eru kosnir reglulegir fulltrúar úr hverju prófastdæmi, verður ekki hægt að
segja að niðurstaða fundarins sé samkvæm vilja þjóðarinnar“.28 Þegar um
22 Almennur kirkjufundur. Bréf og áskorun 1908: 252.
23 Hjalti Hugason 2010. Hjalti Hugason 2011 a.
24 Einar Þórðarson 1909: 197.
25 Kirkjufundarbréfíð 1909: 38. Einar Þórðarson 1909: 194, 197.
26 Magnús Jónsson 1952: 72-82.
27 Um kirkjufundinn í sumar 1909: 30, 31
28 Um kirkjufundinn í sumar 1909: 31.
60