Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 70

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 70
rýmkaður niður í 15 ár og krafist mjög aukins meirihluta eða að þrír af hverjum fimm kysu með aðskilnaði. Var þetta róttækt frávik frá gildandi reglum um kosningarrétt en þá var hann bundinn við karlmenn sem og að þeir hefðu ákveðna þjóðfélagsstöðu og greiddu útsvar.69 I umræðum um tillögu nefndarinna lagði Eggert Pálsson (1864-1926) á Breiðabólsstað í Fljótshlíð til að bætt yrði við á eftir orðunum „frjáls þjóðkirkja í sambandi við ríkið“ í fyrsta lið ályktunarinnar: „Sé það fyrir- komulag ekki fáanlegt telur fundurinn ekki annað fyrir hendi en að ríki og kirkja skilji, þó með þeim skilyrðum, er hér greinir" (sjá að ofan).70 Var sú tillaga felld með öllum þorra atkvæða.71 Sýnir það hve eindregin andstaða við aðskilnað ríkti á þessari prestastefnu. Af þeim sökum meðal annars þótti ýmsum nauðsynlegt að grípa til ráðstafana sem komið gætu í veg fyrir stofnun utanþjóðkirkjusafnaða. I því skyni samþykkti stefnan með 25 samhljóða atkvæðum svofellda tillögu sem Þórhallur biskup bar fram: Prestastefnan telur nauðsynlegt að biskup beitist fýrir því, að fá prest leystan frá embætti, þar sem þorri safnaðar af réttmætum ástæðum vill losna við hann og ítrekaðar tilraunir að bæta samkomulagið hafa reynzt árangurs- lausar.72 Komið skyldi í veg fyrir að æviráðning og þráseta óvinsælla presta klyfi söfnuði og veiktu þar með þjóðkirkjuskipanina. Þessu máli hafði verið hreyft fyrir prestastefnuna eins og kemur meðal annars fram í bréfi Einars Þórðarsonar til Þórhalls Bjarnarsonar í ársbyrjun 1909.73 A prestastefnunni var enda oftar en einu sinni komist svo að orði að fríkirkjuhreyfingin væri „neyðaróp safnaðanna yfir ónýtum og ómögulegum prestum“.74 Sjálfstæð þjóðkirkja í framsögu Sigurðar P. Sívertsen kom fram að það væri grundvallarnauðsyn að kirkjan stæði ekki í stað hvorki að því er til ytri búnings tæki né starfsaðferða. Af þeim sökum þyrfti að vera til stofnun sem væri þess 69 Einar Laxness 1995(2): 59. 70 ÞÍ. Bps. 1994-BA/1 71 ÞÍ. Bps. 1994-BA/l 72 Samþykktin miðaði bæði að því að kom til móts við þá sem æsktu aðskilnaðar ríkis og kirkju en uppsagnarrétturinn taldist einnig nauðsynlegur ef kenningarfrelsi presta yrði aukið. ÞI. Bps. 1994- BA/1. Prestastefnan 1909: 147. Prestastefnana á Þingvelli 1909: 166-167. 73 Einar Þórðarson 1909: 197. 74 Gísli Skúlason 1909: 257. 68
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.