Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 71

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 71
umkomin að veita forustu í innri og ytri málum hennar en það gæti Alþingi ekki gert eins og komið væri. Prestum væri stöðugt að fækka á þingi og þar gætu setið „sértrúarmenn og vantrúarmenn eða menn kirkjunni óvinveittir af einhverjum ástæðum“ er teldu tíma Alþingis betur varið til annarra mála enda gætti vaxandi óánægju með „ýmis lög Alþ. í kirkjunnar garð.“75 Þá benti Sigurður á með dæmum erlendis frá að kirkjuþing gætu starfað og komið að góðu haldi bæði þar sem væri ríkiskirkja, þjóðkirkja og fríkirkja þótt slíkar samkundur þrifust best í fríkirkjum. Þá gæti kirkjuþing „undirbúið fríkirkju eða frjálst fyrirkomulag ef svo sýndist og ef reynslan benti á að kirkjan hefði meiri frelsis og sjálfstæðisþörf1.76 En Sigurði virtist það ráðandi í umræðunni að allt ætti „að stefna í fríkirkjuátt.“77 Þó benti hann á að kirkjuþing ætti að passa vel inn í það kirkjufyrirkomulag sem hér hafði þróast á undanförnum árum... ... enda höfum vér áður fengið ýmis lög í sjálfstjórnaráttina, og sum þeirra, eins og lög um sóknarnefndir og héraðsnefndir, sem gjöra kirkjuþing mjög æskilegt sem efsta lið og sameiningarlið. Frá hugsjónarlegu sjónarmiði get eg því ekkert séð til fyrirstöðu. 78 Sigurður taldi helsta ávinninginn af kirkjuþingi felast í því að tilkoma þess væri stórt spor í sjálfstæðisátt. Þá gæti það tryggt vandaðri undirbúning mála sem til Alþingis þyrftu að koma og betri niðurstöðu í þeim málum sem kirkjan réði sjálf þar sem þeir sem mestan áhuga hefðu og mests traust nytu hjá söfnuðum réðu þeim til lykta. Þá yrði meiri samvinna og kynni milli manna innan kirkjunnar og hæfileikar áhugasamra manna nýttust kirkjunni betur en væri nú við þá einangrun sem menn bjuggu við.79 Ennfremur taldi Sigurður mikilvægt að á kirkjuþingi sætu bæði prestar og leikmenn en sú skoðun að þar ættu aðeins að sitja prestar hafði átt nokkru fylgi að fagna.80 Loks taldi Sigurður að greiða ætti kostnað kirkjuþings úr landssjóði meðan kirkja og ríki væru samtengd. Fengist slíkt ekki taldi hann fært 75 Sigurður P. Sívertsen 1909: 174-175. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. Sjá og Alþingistíðindi 1899(B): 1465-1466, 1476-1477, 1480. Tillögur um kirkjumál 1906: 16-17. Alþingistíðindi 1909(A): 1100-1102. Jón Ólafsson 1912d. 76 Sigurður P. Sívertsen 1909: 176-177, 177. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. 77 Sigurður P. Sívertsen 1909: 179. 78 Sigurður P. Sívertsen 1909: 179. 79 Sigurður P. Sívertsen 1909: 177-178. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. 80 Sigurður P. Sívertsen 1909: 178. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.