Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 71
umkomin að veita forustu í innri og ytri málum hennar en það gæti Alþingi
ekki gert eins og komið væri. Prestum væri stöðugt að fækka á þingi og þar
gætu setið „sértrúarmenn og vantrúarmenn eða menn kirkjunni óvinveittir
af einhverjum ástæðum“ er teldu tíma Alþingis betur varið til annarra mála
enda gætti vaxandi óánægju með „ýmis lög Alþ. í kirkjunnar garð.“75
Þá benti Sigurður á með dæmum erlendis frá að kirkjuþing gætu starfað
og komið að góðu haldi bæði þar sem væri ríkiskirkja, þjóðkirkja og
fríkirkja þótt slíkar samkundur þrifust best í fríkirkjum. Þá gæti kirkjuþing
„undirbúið fríkirkju eða frjálst fyrirkomulag ef svo sýndist og ef reynslan
benti á að kirkjan hefði meiri frelsis og sjálfstæðisþörf1.76 En Sigurði virtist
það ráðandi í umræðunni að allt ætti „að stefna í fríkirkjuátt.“77 Þó benti
hann á að kirkjuþing ætti að passa vel inn í það kirkjufyrirkomulag sem hér
hafði þróast á undanförnum árum...
... enda höfum vér áður fengið ýmis lög í sjálfstjórnaráttina, og sum þeirra,
eins og lög um sóknarnefndir og héraðsnefndir, sem gjöra kirkjuþing mjög
æskilegt sem efsta lið og sameiningarlið.
Frá hugsjónarlegu sjónarmiði get eg því ekkert séð til fyrirstöðu. 78
Sigurður taldi helsta ávinninginn af kirkjuþingi felast í því að tilkoma
þess væri stórt spor í sjálfstæðisátt. Þá gæti það tryggt vandaðri undirbúning
mála sem til Alþingis þyrftu að koma og betri niðurstöðu í þeim málum sem
kirkjan réði sjálf þar sem þeir sem mestan áhuga hefðu og mests traust nytu
hjá söfnuðum réðu þeim til lykta. Þá yrði meiri samvinna og kynni milli
manna innan kirkjunnar og hæfileikar áhugasamra manna nýttust kirkjunni
betur en væri nú við þá einangrun sem menn bjuggu við.79 Ennfremur taldi
Sigurður mikilvægt að á kirkjuþingi sætu bæði prestar og leikmenn en sú
skoðun að þar ættu aðeins að sitja prestar hafði átt nokkru fylgi að fagna.80
Loks taldi Sigurður að greiða ætti kostnað kirkjuþings úr landssjóði
meðan kirkja og ríki væru samtengd. Fengist slíkt ekki taldi hann fært
75 Sigurður P. Sívertsen 1909: 174-175. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167. Sjá og Alþingistíðindi
1899(B): 1465-1466, 1476-1477, 1480. Tillögur um kirkjumál 1906: 16-17. Alþingistíðindi
1909(A): 1100-1102. Jón Ólafsson 1912d.
76 Sigurður P. Sívertsen 1909: 176-177, 177. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167.
77 Sigurður P. Sívertsen 1909: 179.
78 Sigurður P. Sívertsen 1909: 179.
79 Sigurður P. Sívertsen 1909: 177-178. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167.
80 Sigurður P. Sívertsen 1909: 178. Prestastefnan á Þingvelli 1909: 167.
69