Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 73

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 73
hann próföstunum í Múlaprófastdæmunum báðum sérstaklega um stefnuna og bað þá hlynna að fundarsókn úr prófastdæmum sínum eftir því sem kringumstæður leyfðu en prestar á stærstum hluta landsins voru því óvanir að vera kallaðir til prestastefnu ef frá er talið boðið frá árinu áður.86 Skyldi stefnan standa frá 7. til 9. júlí og vígslan fara fram sunnudaginn 10. júlí.87 Bréfið sýnir að Þórhallur hefur einkum vænst þátttöku presta af Norður- og Austurlandi en talið ástæðu til að höfða sérstaklega til þeirra sem bjuggu fjærst Hólum. I júníbyrjun var biskup tekinn að búast við góðri aðsókn þótt vorharðindi hefðu dregið nokkuð úr hug manna að sækja stefnuna að sunnan. Dagskráin var í mótun og af fenginni reynslu frá Þingvöllum taldi biskup að fundir í heyranda hljóði mundu verða stefnunni fjötur um fót vegna aðsóknar. Taldi hann meiri tíma þurfa „til kyrlátra samveru- og samræðufunda presta, einna í sinn hóp“ en gefist hafði árið áður. Mikilvægt væri að stefnan yrði „andlegir endurnæringar og hressingardagar".88 Prestastefnan á Hólum hófst degi seinna en áformað hafði verið vegna tafa strandferðaskipsins sem biskup ferðaðist með. Hana sóttu 23 prestar auk biskups. Flestir eða 20 komu úr Hólastifti hinu forna en alls þjónuðu þar 35 prestar þetta ár. Markmiðið um almenna prestastefnu náðist því ekki á Hólum frekar en á Þingvöllum árið áður. Af 11 prestum í Þingeyjarprófastdæmum sóttu rúmlega helmingur eða sex stefnuna en aðeins tveir af níu úr Eyjafjarðarprófastdæmi. Var annar þeirra Bjarni Þorsteinsson (1861-1938) á Siglufirði sem átti ekki langt að fara. Ur Skagafirði komu allir átta prestar héraðsins en helmingi færri úr Húnavatnsprófastdæmi en þar þjónuðu sjö prestar. Fjórir komu úr Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna, Sigurður P. Sívertsen sem var meðal málshefjenda, Ólafur Sæmundsson (1865-1936) í Hraungerði, Þorsteinn Briem (1885-1949) þá aðstoðar- prestur í Görðum á Alftanesi, síðar prófastur í Görðum á Akranesi, alþingis- maður og ráðherra og Sigurður Stefánsson (1854-1925) í Vigur sem tók 86 Bisk. til téðra prófasta 30. og 31.3.1910. M. Bps. 1994—E/1. 87 Þórhallur Bjarnarson 1910: 73-74. 30. mars tilkynnir Þórhallur biskup Hálfdáni Guðjónssyni prófasti í Húnavatnsprófasdæmi að prestastefna og biskupsvígsla verði á Hólum á nefndum tíma og felur honum efitir áður umtöluðu að flytja erindi um „framhald hins byrjaða prestafélagsskapar í Hólastifti. Þ. Bj. til Hálfd. Guðjónss. 30. 3. 1910. ÞÍ. Bps. 1994- E/l. Sama dag er Geir Sæmundssyni sent bréf um pretastefnuna og biskupsvígslu hans. Hann er beðinn að annast söng og getið tilboðs Bjama Þorsteinssonar um aðstoð. Þ. Bj. til G. S. 30. 3. 1910. ÞÍ: Bps. 1994- E/l. Þá var Árni Björnsson beðinn að lýsa vígslu og vera vígsluvottur. 30. 3. 1910. ÞÍ. Bps. 1994- E/l. 88 Prestastefnan á Hólum 1910a: 134-135.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.