Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 74

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 74
þátt í hluta stefnunnar. Þá sátu stefnuna með málfrelsi þeir Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason (1876-1969) cand. theol. og Tryggvi Þórhallsson (1889-1935) Bjarnarsonar stud. theol. síðar prestur að Hesti í Borgarfirði, dósent, ritstjóri, alþingismaður og ráðherra.89 Venjuleg prestastefnumál og önnur hagnýt kirkjumál voru fyrirferðar- mikil en auk þeirra var fjallað um félagsskap presta í Hólastifti sem var endurreistur eftir nokkurt hlé, sem og sögu Hólastaðar. Enn fremur ræddi Björn Jónsson á Miklabæ um trúarlegt ástand meðal landsmanna, Sigurbjörn Ástvaldur um efasemdir og trúarvissu og Árni Jónsson (1849-1916) á Skútustöðum um kristindómsfræðslu barna.90 Þá hélt Sigurður P. Sívertsen að nýju erindi um kirkjuþing og mælti fast með tillögu prestastefnunnar á Þingvöllum árið áður. Urðu töluverðar umræður og samþykkti stefnan með 20 atkvæðum gegn tveimur eftirfarandi ályktun:91 Fundurinn samþykkir sömu ályktun og gjörð var á síðustu prestastefnu um kirkjuþing og felur forseta sínum að leitast við að fá stjórnina til að taka málið til flutnings á næsta þingi, en verði því eigi framgengt, þá felur fundurinn forseta sínum, að bera málið beina leið fram fyrir þingið.92 Á prestastefnunni á Hólum var því aðeins hreyft því máli sem hlotið hafði brautargengi á Þingvöllum árið áður, það er sjálfstæði þjóðkirkjunnar og stofnun kirkjuþings en ekki aðskilnaði ríkis og kirkju sem þar hafði verið hafnað. Að afstöðnum prestastefnunum 1909 og 1910 gerði Þórhallur biskup stjórnarráðinu grein fyrir afstöðu þeirra til kirkjuþingsmálsins og sagði meðal annars: „Hafa prestastefnur þessar mjög svo samhljóða látið uppi óskir sínar um að kirkjuþingsmálið komi nú fyrir næsta þing...“93 Jafnframt benti hann á að þetta væri eina frumvarp Kirkjumálanefndarinnar sem landsstjórnin hefði ekki gerst flytjandi að og að það hefði heldur ekki verið 89 Þrír Eyjafjarðarprestar komu aðeins til biskupsvígslunnar og sjálfur tók Geir ekki þátt í prestastefnunni vegna lasleika. Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 178-184. 90 Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 178-184. 91 ÞÍ. Bps. 1994- BA/1 92 ÞÍ. Bps. 1994- BA/1. Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 180. Sumarið 1911 funduðu norðlenskir prestar á Akureyri og sóttu 20 prestar fundinn. Fylgdi hann eftir samþykktum prestastefnanna á Þingvöllum og Hólum í aðskilnaðarmálinu. Fundur á Akureyri í félagi norðlenskra presta 1911: 182. 93 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.