Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 74
þátt í hluta stefnunnar. Þá sátu stefnuna með málfrelsi þeir Sigurbjörn
Ástvaldur Gíslason (1876-1969) cand. theol. og Tryggvi Þórhallsson
(1889-1935) Bjarnarsonar stud. theol. síðar prestur að Hesti í Borgarfirði,
dósent, ritstjóri, alþingismaður og ráðherra.89
Venjuleg prestastefnumál og önnur hagnýt kirkjumál voru fyrirferðar-
mikil en auk þeirra var fjallað um félagsskap presta í Hólastifti sem var
endurreistur eftir nokkurt hlé, sem og sögu Hólastaðar. Enn fremur ræddi
Björn Jónsson á Miklabæ um trúarlegt ástand meðal landsmanna, Sigurbjörn
Ástvaldur um efasemdir og trúarvissu og Árni Jónsson (1849-1916) á
Skútustöðum um kristindómsfræðslu barna.90 Þá hélt Sigurður P. Sívertsen
að nýju erindi um kirkjuþing og mælti fast með tillögu prestastefnunnar á
Þingvöllum árið áður. Urðu töluverðar umræður og samþykkti stefnan með
20 atkvæðum gegn tveimur eftirfarandi ályktun:91
Fundurinn samþykkir sömu ályktun og gjörð var á síðustu prestastefnu
um kirkjuþing og felur forseta sínum að leitast við að fá stjórnina til að
taka málið til flutnings á næsta þingi, en verði því eigi framgengt, þá felur
fundurinn forseta sínum, að bera málið beina leið fram fyrir þingið.92
Á prestastefnunni á Hólum var því aðeins hreyft því máli sem hlotið
hafði brautargengi á Þingvöllum árið áður, það er sjálfstæði þjóðkirkjunnar
og stofnun kirkjuþings en ekki aðskilnaði ríkis og kirkju sem þar hafði verið
hafnað.
Að afstöðnum prestastefnunum 1909 og 1910 gerði Þórhallur biskup
stjórnarráðinu grein fyrir afstöðu þeirra til kirkjuþingsmálsins og sagði
meðal annars: „Hafa prestastefnur þessar mjög svo samhljóða látið uppi
óskir sínar um að kirkjuþingsmálið komi nú fyrir næsta þing...“93 Jafnframt
benti hann á að þetta væri eina frumvarp Kirkjumálanefndarinnar sem
landsstjórnin hefði ekki gerst flytjandi að og að það hefði heldur ekki verið
89 Þrír Eyjafjarðarprestar komu aðeins til biskupsvígslunnar og sjálfur tók Geir ekki þátt í
prestastefnunni vegna lasleika. Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 178-184.
90 Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 178-184.
91 ÞÍ. Bps. 1994- BA/1
92 ÞÍ. Bps. 1994- BA/1. Prestastefnan á Hólum 191 Ob: 180. Sumarið 1911 funduðu norðlenskir
prestar á Akureyri og sóttu 20 prestar fundinn. Fylgdi hann eftir samþykktum prestastefnanna
á Þingvöllum og Hólum í aðskilnaðarmálinu. Fundur á Akureyri í félagi norðlenskra presta
1911: 182.
93 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l.
72