Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Qupperneq 75
tekið upp af einstökum þingmönnum.94 Fór biskup fram á að landsstjórnin
tæki nú málið upp á sína arma og legði það fyrir næsta þing:
Nú leyfi eg mér virðingarfylst að bera fram fyrir landsstjórnina þessa endur-
teknu ályktun frá prestastefnunum. Mér er það kunnugt, að flytjendur
og styðjendur þessa máls hafa aðallega fyrir augum frumvarp milliþinga-
nefndarinnar og eru í öllum aðalatriðum samþykkir því. Til þess er því
að vísa, sjái núverandi landsstjórn sér fært sem eg óska og bið fyrir hönd
prestastefnunnar, að taka málið upp og leggja frumvarp um kirkjuþing fyrir
hina íslenzku þjóðkirkju fyrir alþing það, sem saman á að koma í vetur.95
Björn Jónsson (1846-1912, ráðherra 1909-1911) hafði nú tekið við
ráðherradómi af Hannesi Hafstein (1861-1922) og var því ástæða til að
gera nýja atlögu að landsstjórninni í kirkjuþingsmálinu.
Ekki voru þó allir á einu máli í þessu efni. Skömmu fyrir andlát sitt ritaði
Hjörleifur Einarsson (1831—1910) síðast á Undirfelli, fyrrum prófastur
Húnvetninga og þekktur áhugamaður um viðreisn kirkjulegs lífs til Þórhalls
biskups:96
Kirkjuþing þykir mér sennilegt að verði meir í orði en á borið, verði
„irritum" gagnslaust, árangurslaust, meira til að sýnast en að vera, — já,
þarflaust. Hvað mundi það gera annað eða geta gert annað en hinar árlegu
prestastefnur gera sunnan og norðanlands, sem nú, sem betur fer, eru miklu
meir lífsglæðandi en áður? Eins og þær nú eru, hafa þær öll skilyrði til að
verða lífskveikja í landinu, sem N. Kbl. er — og mætti betur vera — organ
fyrir ,..97 [Leturbr. N. kbl.]
Hér vísar Hjörleifur til funda norðlenskra presta sem haldnir voru um
hríð um svipað leyti árs og prestastefnan fyrir sunnan.
Samantekt
I fyrri grein í þessum flokki var hugmyndum Þórhalls Bjarnarsonar um
samband eða aðskilnað ríkis og kirkju verið gerð skil frá 1893 og nærfellt til
dauðadags. Þórhallur Bjarnarson var fylgismaður aðskilnaðar á lokaárum 19.
aldar. Mikinn hluta biskupstíma síns var hann einnig virkur í umræðunni
um aðskilnað enda málefnið mjög til umræðu á því tímabili. Virðist hann
94 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l.
95 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l.
96 FriðrikJ. Bergmann 1901: 64, 171-172.
97 Hjörleifur Einarsson 1910: 267.
73