Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 75
tekið upp af einstökum þingmönnum.94 Fór biskup fram á að landsstjórnin tæki nú málið upp á sína arma og legði það fyrir næsta þing: Nú leyfi eg mér virðingarfylst að bera fram fyrir landsstjórnina þessa endur- teknu ályktun frá prestastefnunum. Mér er það kunnugt, að flytjendur og styðjendur þessa máls hafa aðallega fyrir augum frumvarp milliþinga- nefndarinnar og eru í öllum aðalatriðum samþykkir því. Til þess er því að vísa, sjái núverandi landsstjórn sér fært sem eg óska og bið fyrir hönd prestastefnunnar, að taka málið upp og leggja frumvarp um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju fyrir alþing það, sem saman á að koma í vetur.95 Björn Jónsson (1846-1912, ráðherra 1909-1911) hafði nú tekið við ráðherradómi af Hannesi Hafstein (1861-1922) og var því ástæða til að gera nýja atlögu að landsstjórninni í kirkjuþingsmálinu. Ekki voru þó allir á einu máli í þessu efni. Skömmu fyrir andlát sitt ritaði Hjörleifur Einarsson (1831—1910) síðast á Undirfelli, fyrrum prófastur Húnvetninga og þekktur áhugamaður um viðreisn kirkjulegs lífs til Þórhalls biskups:96 Kirkjuþing þykir mér sennilegt að verði meir í orði en á borið, verði „irritum" gagnslaust, árangurslaust, meira til að sýnast en að vera, — já, þarflaust. Hvað mundi það gera annað eða geta gert annað en hinar árlegu prestastefnur gera sunnan og norðanlands, sem nú, sem betur fer, eru miklu meir lífsglæðandi en áður? Eins og þær nú eru, hafa þær öll skilyrði til að verða lífskveikja í landinu, sem N. Kbl. er — og mætti betur vera — organ fyrir ,..97 [Leturbr. N. kbl.] Hér vísar Hjörleifur til funda norðlenskra presta sem haldnir voru um hríð um svipað leyti árs og prestastefnan fyrir sunnan. Samantekt I fyrri grein í þessum flokki var hugmyndum Þórhalls Bjarnarsonar um samband eða aðskilnað ríkis og kirkju verið gerð skil frá 1893 og nærfellt til dauðadags. Þórhallur Bjarnarson var fylgismaður aðskilnaðar á lokaárum 19. aldar. Mikinn hluta biskupstíma síns var hann einnig virkur í umræðunni um aðskilnað enda málefnið mjög til umræðu á því tímabili. Virðist hann 94 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l. 95 Bisk. til stjr. 10. 11. 1910. Bps. 1994-E/l. 96 FriðrikJ. Bergmann 1901: 64, 171-172. 97 Hjörleifur Einarsson 1910: 267. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.