Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 83

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Síða 83
veitt ummerki um þorp í ólíkum heimsálfum eins og á Honsueyju í Japan og Sikiley undan ströndum Suður-Italíu. 7 I bók sinni um þróun borga í Miðausturlöndum minnir Paul Lampl á súmerska helgisögn þar sem því er haldið fram að borgin Eridu (nú í Suður Irak) sé elsta borg á jörðu. Ekki er efast um fornan uppruna hennar í dag (frá því um 5000 árum f. Kr.) en aðrar borgir eru sannarlega eldri svo óumdeilt er frá sjónarhóli fornleifarannsókna.8 Fornir egypskir og mesópótamískir textar segja borgarskipulagið eiga guðlegan uppruna því svo þótti þetta skipulag mikið undraverk. En textar þessir geyma mikilvægar upplýsingar sem ekki eru af guðfræðilegum toga. Það á ekki síst við um ýmiss konar hugmyndir um hvað geri borg að borg, t.d.: virkisveggir, rennandi vatn, samgöngukerfi (götur og vegir), helgiskrín (musteri).9 I raun hafa þessir mælikvarðar haldist allt fram til nútímans með lítilsháttar breytingum. Virkisveggir umlykja borgir miðaldanna og allt til nýaldar en e.t.v. mætti segja að löggæsla hafi nú vikið þessum þunglamalegu byggingum úr vegi með þeim sveigjanleika sem nútíminn krefst. Vatn og vatnsveitukerfi eru og halda áfram að vera grundvöllur þess að unnt sé að halda uppi samfélags- mynstri borga en Rómverjar voru brautryðjendur í þróun slíkra kerfa og eins í því að sjá hvernig vegasamgöngur hlutu að verða lífæð sérhverrar borgar.10 Loks halda helgiskrín af ýmsum toga stöðu sinni í skipulagi borga allt til þessa dags. í Miðausturlöndum fór víðast, og fer sums staðar enn, saman hið veraldlega og andlega vald. Nú á dögum mætti segja að aðskilnaður þessara sviða sé víðast staðreynd en það breytir ekki hinu að ráðhús og helgiskrín eru enn til staðar í borgarmynd nútímans. Elstu varðveittar menjar um íverustað með virkisveggjum er borgin Jeríkó við norðurenda Dauðahafsins frá því um 8000 f. Kr.* 11 Borgin Efesus og útvíkkun hennar Eins og margir bæir og borgir til forna hefir Efesus ekki þróast út frá einum og sama grunni. Talið er að elsta tilraun til að byggja upp borg á slóðum hinnar núverandi Efesus hafi verið á hæð sem að fornu kallaðist Helíbaton. 7 Sjá t.d. Steven Mithen, After the Ice: A Global Human History 20,000-5000 BC 2004. 8 Paul Lampl, Cities and Planning in the Ancient Near East 1968, s. 15. 9 Lampl hefir tekið saman ágætt yfirlit um texta sem endurspegla þessar hugmyndir til forna í Miðausturlöndum, m.a. úr Gamla testamentinu, sama rit, s. 7-12. 10 Sjá t.d. A. Trevor Hodge, Roman Aqueducts and Water Supply 2002; Ramolo Staccioli, The Roads of the Romans 2004. 11 Lampl, Cities and Planning, s. 34. 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.