Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 86
Enginn hefir komist hjá því á dögum Páls að skynja mikilfengleik
Artemisarhofsins í Efesus enda þótt í dag sé það að mestmegnis umlukt gróðri
og súlur og burðarverk liggja eins og hráviði fyrir neðan aðalgólfflötinn í
því sem eftir er af þessari miklu byggingu. Þá telur Murphy-O'Connor að
leikhúsbyggingin í Efesus hafi vakið sérstakan áhuga Páls sem vettvangur til
að boða fagnaðarerindið en ritaðar heimildir hafa varðveist sem sýna hvar
borgarráðið (gr. boulé), öldungaráðið (gr. gerousid) og loks ungmennasamtök
(gr. ephebes) máttu sitja.17 Því má bæta við að enn í dag leitast trúboðar
úr ólíkum kristnum trúfélögum við að laumast með hátalarakerfi á hið
forna svið leikhússins og flytja þaðan túristum fagnaðarerindið í mörgum
myndum undir misgóðum söng. A stóru svæði mátti finna ýmiss konar
stjórnarbyggingar. Og nokkru lengra eru hin svo kölluðu Verandar-hús í
eigu auðmanna. Ríkulega útbúin og veggir ýmist málaðir af listamönnum
eða skreyttir marmara og freskum.18
L. Michael White heldur því fram að þróun borgarinnar frá hellenískum,
rómverskum og kristnum tíma beri að skoða í ljósi félagslegra breytinga í
umhverfi hennar fremur en sem afleiðing af stjórnmálum og trúarbrögðum
sem unnt væri að skoða í einhvers konar lagskiptri röð. Hann telur að
íbúafjöldann megi reikna út frá fjölda karlmanna með ríkisborgararétt sem
í samhengi rómverska heimsveldisins er talinn hafa numið 40.000 á þessum
tíma en þar liggur til grundvallar módel sem T.R.S. Broughton þróaði á
fjórða áratugi tuttugustu aldar.19 Murphy-O'Connor ber saman umfjöllun
Seneka yngri (4 f.Kr. — 65 e. Kr.) í Bréfi 102.21 við umfjöllun Broughton
frá árinu 1938 en höfundur telur augljóslega að Broughton styðji þá niður-
stöðu Seneka að Efesus hafi talið um 225.000 íbúa á fyrstu öld.20 Þessi
samanburður hefir verið langlífur og í einu ítarlegasta riti um borgina eftir
Paul Tribelco er hann dreginn gagnrýnislaust fram og Murphy-O'Connor
fjallar ekki um fátæklegar hugmyndir Tribelco í þessu samhengi.21 Ávallt er
erfitt að meta íbúafjölda á tilteknum stað og tíma í fornöld. Walter Scheidel
bendir á að í raun sé ekki lengur tekist á um hvaða gögn beri að leggja
til grundvallar slíkum útreikningum heldur hvernig þau beri að túlka.22
17 Murhpy-O'Connor, St. Paul's Ephesus, s. 186-188.
18 Murhpy-O'Connor, sama rit, 130-131.
19 L. Michael White, „Urban Development and Social Change in Imperial Ephesos" 1995, s. 29.
20 Murhpy-O'Connor, sama rit, 188-200; T.R.S. Broughton, „Roman Asia Minor“, 1938, s. 4;
879-880.
21 Paul Tribelco, The Early Christians in Ephesus: From Paul to Ignatius 2004, s. 17.
22 Walter Scheidel, „Demography" 2007, s. 38. Scheidel segir frekar, „Recorded population numbers
84