Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Qupperneq 87
Scheidel er varkár í útreikningum sínum á íbúafjölda til forna en einkum
lítur hann til eftirfarandi þátta sem alla verður að taka til greina í þessu
tilviki: lífslíkur, fólksfjöldi, takmörkun á fólksfjölda, sveigjanleiki varðandi
fólksfjölgun, mismunandi mælikvarðar á velmegun, kröfur þjóðar (nátt-
úrulegur vöxtur og þrælahald stöðva um síðir hagvöxt), frjósemisvarnir og
borgarþróun (með ýmsum hætti).23 Scheidel telur að á tímabilinu 1200 f.
Kr. til 200 e. Kr. hafi íbúum Evrópu á þeim svæðum sem síðar fóru undir
rómversk yfirráð fjölgað um fjórðung. Það merkir um 0,1% hvert ár en í
austurhluta Miðjarðarhafslanda hafi fjölgunin numið um 0,07% hvert ár
sökum þess að hin hagfræðilega þróun hafi verið þar lengra komin en í
vesturhlutanum.24 Að því marki, segir Scheidel, að fólksfjölgun haldist í
hendur við framleiðslu varnings þá útvega þessar framleiðslutölur skapalón
fyrir hagfræðilega þróun. Fólksfjölgun getur aldrei orðið örari en heildar-
framleiðsla og þegar þessir þættir fara saman talar hagfræðin um jafnar tölur
eða jafnvægi (e. absorption25). A grundvelli þessa, segir Scheidel mögulegt að
sýna fram á að í öllum hagkerfum fyrir tíma nútímalandbúnaðar hafi þetta
jafnvægi aukist um 0,1% hvert ár. Þá hafa tækniframfarir ýtt undir neyslu
heimilanna að sama skapi.26 Borgarþróun við Miðjarðarhafið á þessum tíma
var þó einkum háð stórveldisstefnu eða heimsvaldastefnu hellenskra (frá
fjórðu öld f. Kr.) og rómverskra (frá annarri öld f. Kr.) stjórnmálamanna
og herforingja sem lögðu grunn að fyrstu stórborgunum í Suður-Evrópu.
Sá grunnur sem þar var lagður hlaut að verða fyrirmynd frekari þróunar
í myndun stórborga á hámiðöldum í Evrópu og reyndar víðar eins og
Scheidel bendir á.27 Þessi niðurstaða Scheidel viðheldur hugmyndum sem
White vill skora á hólm með hinni félagsfræðilegu nálgun en White verður
are few in number and often of doubtful quality: rhetorical stylization and symbolic figures
permeate ancient sources, and often although official counts in Greek poleis or the Roman empire
may well have yielded reasonable approximations of gross population number, such findings
rarely entered the surviving literary tradition. [...] The most reliable evidence is derived from
papyrological documents from Ptolemaic and especcially Roman Egypt which record the number
of residents of various cities and villages but no regional totals (s. 42).
23 Scheidel, sama rit, s. 38-85.
24 Scheidel, sama rit, s. 42.
25 Enska orðið absorption hefir mörg merkingarsvið í ensku máli. Oftar en ekki felur notkun orðsins
í sér einhvers konar yfirtöku eða gleypugang. Scheidel telur nauðsynlegt að skýra notkun þess og
gerir það svo, „The ability of a system of production to support a given increase in population
over a given period of time at a constant real wage is known as the absorption rate“ (Scheidel,
sama rit, s. 43).
26 Scheidel, sama rit, s. 43.
27 Scheidel, sama rit, s. 85.
85