Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 88

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 88
að viðurkenna að rannsóknir á fornleifafræði borgarinnar eru einfaldlega ekki komnar nægjanlega langt til að leggja grunn að slíkri nálgun.28 Keisaradýrkunin í Efesus sameinar átrúnað, fornleifafræði og stjórnmál sem um leið hljóta að teljast sjónarhorn félagsfræðilegrar nálgunar í einum skilningi eða öðrum. Steven Friesen hefir skrifað um keisaradýrkunina í Efesus og hlutverk borgarinnar í því samhengi. Hann bendir á að íbúar Efesus hafi sjálfir kallað sig „tvisvar sinnum neókóros“.29 Gríska hugtakið „neókóros" (gr. neokoros) var upphaflega notað um þjónustulið við musteri en síðar yfirfært á borg eða borgir þar sem finna mátti musteri tileinkuð keisaradýrkun. Sú notkun er fyrst þekkt einmitt í Efesus og þá samfara því að musteri (gr. sebasteion) eru reist til að dýrka keisara (gr. sebastoi).30 í Efesus litu íbúar þannig fyrst og fremst á sig sem Artemisar dýrkendur en þar á eftir sem sanna dýrkendur keisaranna. Fyrsta musteri reist í Efesus og helgað keisara var á árunum 80-85.31 Þá þegar hafði Artemis musterið staðið öldum saman (frá áttundu öld f. Kr.), verulega endurbætt á sjöundu öld og verið tekið til gagngerrar endurbreytingar á helleníska og rómverska tímabilinu. Á meðal þeirra opinberu eininga sem stjórnvöld sáu um að viðhalda á hinum hversdagslega vettvangi var nokkurs konar fjölgyðismus- teri (gr. prytaneion) þar sem flestir gátu fundið sitt trúarlega bakland eða þá einfaldlega komið því þar fyrir. Þessi vettvangur í Efesus á augljóslega í samkeppni, fyrst við Artemis dýrkunina og síðar keisaradýrkunina.32 Á tímabili eru Artemis og keisararnir dýrkuð saman en þar kemur að hin forna dýrkun á Artemis víkur fyrir keisaralegum áherslum.33 28 White, „Urban Development", s. 64. 29 Steven Friesen, Twice Neokoros: Ephesus, Asia and the Cult of the Flavian Imperial Family 1993, s. 56; sami, „The Cult of the Roman Emperors in Ephesos: Temple Wardens, City Titles, and the Interpretation ofthe Revelation ofjohn" 1995, s. 229-250; um uppruna keisaradýrkunarinnar við austurhluta Miðjarðarhafsins sjá einnig, Vilborg Auður Isleifsdóttir, „Vangaveltur um mæðginin Tíberíus og Lívíu og keisaradýrkun" 2009, s. 31-40. 30 Friesen, sama rit., s. 50. 31 Friesen, sama rit., s. 56. Þessi niðurstaða gengur gegn hefðbundnari viðhorfum sem tengja tileinkunina við áletranir t.d. á mynt frá því á fyrri hluta annarrar aldar. Stefan Karweise er fulltrúi þessa viðhorfs, Stefan Karweise, „The Church of Mary and the Temple of Hadrian Olympius'* 1995, s. 314. Hann segir, „According to numismatic and inscriptional evidence, the title of twice neokoros was conferred to Ephesos between the years 130 and 132“ (s. 314) 32 Sjá Friesen, „The Cult of the Roman Emperors in Ephesos“, s. 229-250. 33 Sbr. John Dominic Crossan og Jonathan L. Reed, In Search ofPaul: How Jesus' Apostle Opposed Rome 's Empire with God's Kingdom 2004, s. 243-246. 86
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.