Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 92

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 92
taldar eiga sér guðlegan uppruna.47 Kevin Lynch fjallar í mörgum greinum um borgir og skipulag án þess þar sé gerður sá munur á rými sem að ofan getur. Skipulag er fyrst og fremst afrakstur af mannlegu hugviti og þar er ekkert pláss fyrir meintan guðlegan uppruna eða opinberun guðlegs máttar í veraldarhófinu.48 Og enn aðrir sjá í umhverfinu meir og minna óskipulagt rými sem einfaldlega er þar og upphaflega öllum opið sem áttu leið sína á einn stað eða annan. Hugmyndir um skipulag þessa rýmis, meðal annars með tilvísun til æðri máttarvalda, eru fyrst og fremst til komnar vegna félagslegrar nauðsynjar að mati þess manns sem tók yfir Chicago-skólann eftir Eliade, Jonathan Z. Smith. Hann rekur ýmis ferli sem sýna hvernig mannleg skynsemi ræður ferð frá því að rýmis sé leitað til þess að rými sé skipulagt til að mynda með tilliti til þess að unnt sé að skipuleggja rými að nýju. Þetta skynsamlega ferli verður um leið kveikja að því að setja fram kenningu um hvernig helgisiðir verða til og eru notaðir til að viðhalda ákveðnu þjóðfélagsmynstri á einum stað eða öðrum.49 Efesus er að sjálfsögðu rými með öllu því sem fylgdi og fylgja bar. Páll postuli stendur frammi fyrir áskorunum sem sérfræðingar halda áfram að deila um. Hann virðist í senn með og á móti hefðbundnum viðhorfum á hinum félagslega vettvangi. Sú staðreynd hefir meðal annars orðið til þess að kenningar hafa verið settar fram þess efnis að Páll hafi viljandi skilið eftir óljósa mynd af sjálfum sér í þessu efni. Gæti verið að Páll hafa viljað bjóða síðari tíma lesendum sínum að tengjast sér í gegnum lestur bréfa sinna með þeim hætti að lesandinn sjálfur eða sjálf leitaðist eftir að finna sjálfa sig í rými sem ekki var fastmótað af umhverfinu eða að minnsta kosti ekki af honum sjálfum? Jorunn Okland heldur því fram að svo sé einmitt mál með vöxtum í samhengi Fyrra Korintubréfs með augljósum afleiðingum fyrir lestur annarra bréfa hans.50 Hún kemst að þeirri niðurstöðu að afstaðan og hlutverk kynjanna hafi undirgengist mikla endurskoðun við upphaf keisaratímans. Hún segir: 47 Lampl, Cities and Planning, s. hvarvetna. 48 Greinasafn Kevin Lynch er m.a. að finna hjáTridib Banjeree og Michael Southworth ritstj., City Sense and City Design: Writings and Projects of Kevin Lynch 1996. 49 Jonathan Z. Smith, To Take Place: Toward Theory in Ritual 1987. 50 Jorunn 0kland, Women in heir Place: Paul and the Corinthian Discourse of Gender and Sanctuary Space 2004.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.