Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 96
Magnús Þorkell Bernharðsson, Háskóla Islands
Er guðfræðileg gagnrýni gagnleg?1 2
Ég ætla að byrja þennan fyrirlestur á sögu af dansi og hvað gæti verið einn
áhrifamesti „ekki séns“ sögunnar. I meþódistakirkjunni í háskólabænum
Greely í norðurhluta Colorado í Bandaríkjunum fór fram kvöldvaka á
vegum kirkjunnar í nóvember 1949. Þessi samkoma átti sér stað eftir
kvöldmessu og átti að höfða til yngri kynslóðarinnar. Einn gestur á þessari
samkomu fylgdist mjög vel með því sem fór fram. Hann lýsir því hvernig
salurinn „var tendraður með rauðum, bláum, og hvítum ljósum. Gólfið
tifaði fram og til baka undir hoppandi og tælandi leggjum. Þarna voru
náin faðmlög og kossafans. Þetta var ástríðufull samkoma.“ Og þessi maður
heldur áfram lýsingunni og segir frá því hvernig sjálfur presturinn lækkaði
ljósin enn frekar til að skapa enn rómantískari stemmningu. Presturinn
setti á fóninn nýlegt lag, „Baby It's Cold Outside\ sem var helsta lagið í
stórmynd ársins Dóttir Neptúnusar? Þessi dúet lýsir tilraun karlmanns til
að sannfæra konu um að eyða nóttinni með sér í stað þess að fara heim,
enda sé kalt úti, „Baby It's Cold Outside". Og þegar lagið dundi kom ung,
kurteis bandarísk kona upp að gestinum og bauð honum í dans. Gesturinn
átti ekki til aukatekið orð. Hér var ókunnug kona að gera sig líklegan við
hann. Atti hann virkilega að stíga dans með þessari konu við þetta lag í húsi
Drottins? Var ekkert heilagt lengur í Bandaríkjunum? Að hans mati var búið
að snúa siðgæðinu á hvolf og djöfulinn sjálfur lék lausum hala í bandarísku
samfélagi. Það kom sko ekki til greina að falla fyrir þessari freistingu og
hann strunsaði út úr kirkjunni beint út í vetrarkuldann í Colorado.
Sá sem hafnaði þessum dansi var enginn annar en Egyptinn Sayyid Qutb,
einn helsti hugmyndafræðingur Bræðralags múslima í Egyptalandi og oft
kallaður „guðfaðir“ al-qaeda samtakanna sem hafði sérstaklega mikil áhrif
á núverandi leiðtoga þeirra, Ayman al-Zawahari.3 Qutb var á sérstökum
1 Fyrirlestur á vegum Stofnunar Sigurbjarnar Einarssonar Skálholti 16/7/2011
2 Neptunes Daughter (Edward Buzzell: 1949).
3 Allmargir fræðimenn hafa rannsakað Bræðralag múslima í Egyptalandi og beitt ólíkum aðferðum.
Robert Mitchell innti af hendi mikið brautryðjendastarf og bókin hans, sem kom út 1969 og
nefnist The Society of the Muslim Brothers (New York: Oxford University Press, 1969), er ennþá
grundvallarrit. Carrie Wickham notar aðferðarfræði stjórnmálafræða og skoðar stofnanauppbyggingu
94