Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 99
dregið einhvern lærdóm af? Eins og ég mun sýna fram á eru guðfræðilegar forsendur þessara samtaka vafasamar og algjör úrkynjun á helstu trúarhug- myndum íslams. Með því að skoða guðfræðina og hversu mótsagnarkennd og mannskemmandi hún er kemur í ljós að ofbeldisverk samtakanna eru bein afleiðing hennar. Guðfræðileg gagnrýni mín á hugmyndafræði íslamista er undir miklum áhrifum af verkum Sigurbjarnar Einarssonar, ekki síst bók hans Kirkja Krists í ríki Hitlers þar sem hann fjallaði á mjög gagnrýninn hátt um samband þriðja ríkisins við kristindóminn og þá hættu sem stafaði af nasismanum. Aður en ég held áfram vil ég taka það fram að ég sæki í þessa bók ekki vegna þess að ég lít á Bræðralag múslima eða al-qaeda samtökin sem aðra útgáfu eða svipað fyrirbæri og nasismann. Ég lít ekki á þessu samtök sem „íslamfasisma" enda er það hugtak móðgandi fyrir múslima og gerir ekkert gagn fyrir umræðuna. Nasisminn var allt annars eðlis og hættan sem stafaði af þriðja ríkinu var miklu meiri.5 Auðæfin og valdatækin sem Þjóðverjar höfðu til umráða var af allt öðrum toga en það sem við stöndum frammi fyrir nú hvað varðar bræðralagið og al-qaeda. Hinsvegar tel ég að við verðum að vera ábyrg, svara þessu kalli og vera tilbúin að meta þessa hugmyndafræði sem kemur frá Mið-Austurlöndum. Hún er metnaðargjörn og altæk og þess vegna verðum við að fylgjast vel með þróuninni. En ábyrgðin snýst líka um það að við þurfum að vera ábyrg og nákvæm í umfjöllun okkar þannig að við málum ekki á strigann með of víðum penslum. I þessu sambandi ber að forðast alhæfingar. Við þurfum að vera viss um að þó svo að við séum að fjalla um ákveðna túlkun á íslam þá þýðir það ekki að allir múslimar séu tengdir þessari hugmyndafræði eða að þetta sé eðlislægt í trúnni. Við verðum að gera skýran greinarmun þar á. Þetta er nauðsynlegt bæði til að skilja betur um hvers konar fýrirbæri er að ræða svo að við getum undirbúið okkur en á sama tíma standa vörð um opið og umburðarlynt samfélag. Það er einmitt í nafni umburðarlyndis sem mig langar að færa fram þessa gagnrýni. Umburðarlynt og opið samfélag á ekki að vera gagnrýnislaust. Áður en ég fer út í guðfræði Qutbs langar mig aðeins að taka svolitla krókaleið og fjalla lítillega um bók Sigurbjarnar Einarssonar Kirkja Krists í ríki Hitlers. Það er fyrst og fremst þrennt sem mig langar að leggja áherslu á hér og hvernig rit hans tengist umræðu minni um Qutb. I fyrsta 5 Mjög góð umræða um þessa samlíkingu má t.d. finna í bók eftir L. Carl Brown, Religion andState. The Muslim Approach to Politics (New York: Columbia University Press, 2000). 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.