Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 101
Sigurbjörn sýnir fram á að valdataka nasista hafi leitt af sér pólitísk
tíðindi sem öllum eru kunn en jafnframt að nasisminn sé „líklegur til að
valda ennþá örlagaríkari aldahvörfum í andlegum efnum, ef honum verður
lífs auðið og framtíðar“.7 Hann stillir nasismanum upp sem trúarbrögðum
vegna þess að ríki þess „er alveldi í ýtrustu merkingu, kröfur þess til yfir-
ráða eru altœkar, þar er ekkert undanþegið, ekki sannfieringin, ekki trúin,
ekki sálin sjálf8. Það er hér í þessu sambandi þar sem Sigurbjörn segir að
ríkishugsjón nasismans sé í andstöðu við kristnidóminn. Ríkið getur ekki
verið réttlætið sjálft heldur einungis „verkfæri Guðs, ekki Guð sjálfur“.
Þar af leiðandi metur hann nasismann ekki sem pólítíska hreyfingu sem
geti rúmað kristnidóminn heldur sem trúarbrögð sem séu í andstöðu við
kristnidóminn (og vitaskuld önnur trúarbrögð einnig). Sigurbjörn vitnar
í Mein Kampf\>zt sem Hitler segir að grunnurinn að endurreisn þýsku
þjóðarinnar tengist ekki bara vopnum heldur að því að „skapa þann anda
sem gerir þjóðina hæfa til að þess að bera vopn“.9
Bók Sigurbjörns er mjög vel uppbyggð og sannfærandi. Stór hluti hennar
er eins konar skýrsla um þróun mála í Þýskalandi og er sögulegs eðlis,
þ.e. hann rekur sögu samskipta þýsku kirkjunnar við þetta nýja vald og
aðferðir þriðja ríkisins við að veikja stoðir hennar. Þetta er íyrst og fremst
sögulegt rit frekar en guðfræðileg útlegging. Hann byrjar á því að rekja
trúarsetningar og kynþáttakenningar nasismans út frá Mein KampfWiúevs
og bók Alfreds Rosenbergs Der Mythus des 20. Jahrhunderts, en Rosenberg
var einn helsti leiðtogi nasista í trúarlegum efnum. Sigurbjörn fjallar svo
nokkuð um átök innan þýsku kirkjunnar og hvernig nasistar náðu smám
saman að sölsa kirkjuna undir sig, sérstaklega með því að vinna sig innan
virkja hennar (þýsk-kristna trúarhreyfing) og hvernig hún streittist við að
vera sjálfstæð stofnun. Það er mikilvægt í þessu sambandi að það ríkti ekki
einhugur meðal Þjóðverja um nasismann og bók Sigurbjörns sýnir það vel.
Hann rekur hvernig þessi barátta var háð á synódum þar sem meðal annars
var rætt um „arísku greinina", þ.e. að enginn skyldi fá kirkjulegt embætti
sem ekki væri „arískur“ að ætterni10og hvernig ýmsir kirkjunnar menn
voru handteknir og ófsóttir.* 11 Sigurbjörn lýsir hetjulegri baráttu kristinna
7 Kirkja Krists, bls. 6.
8 Kirkja Krists, bls.7.
9 Kirkja Krists, bls. 15.
10 Kirkja Krists, bls. 66
11 Kirkja Krists, bls. 116-117
99