Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 102
safnaða í Þýskalandi og vitnar í Albert Einstein sem sagði þýsku kirkjuna
var einu stofnunina sem hefði kjark og þor til að reyna stemma stigu við
uppgangi þriðja ríkisins, það ætti því miður ekki við um menntamennina
og háskólana.12 Það er greinilegt að Sigurbjörn fylltist andagift af baráttu
þýsku kirkjunnar sem hefur væntanlega gefið honum kjark til að stíga fram
með þessa gagnrýni á Þriðja ríkið á mjög viðkvæmum tímapunkti. Hann
lýkur svo bókinni með því að árétta að hún sé ekki „áróður gegn hinni
þýsku þjóð... sem vér Islendingar höfum haft fulla ástæðu til að dá og virða.
Nazisminn er hennar ógæfa en ekki sök.“13
Þó að aðstæður séu nú allt aðrar en árið 1940 og óvissan minni í heims-
málunum er staðan þó að því leytinu lík að síðastu 10 ár höfum við orðið
vitni að hinu svokallaða „stríði gegn hryðjuverkum" þar sem baráttan hefur
verið við þá sem aðhyllast hugmyndafræði íslamista. Þessi barátta, þetta
stríð, hefur sett afgerandi mark á fyrsta áratug 21. aldar.
Snúum okkur því að Sayyid Qutb, helsta hugmyndafræðingi íslamista,
þeim sem neitaði dansinum í Greely Colorado. Qutb fæddist árið 1906 eða
fimm árum á undan Sigurbirni og var tekinn af lífi af ríkisstjórn Gamals
Abdels Nassers árið 1966.14 Vegna þessa er hann álitinn píslarvottur af
fylgismönnum sínum.
Hann ólst upp í litlu þorpi í Asyut héraðinu en fluttist svo til Kairo og
fór í kennaranám. Að lokinni útskrift gerðist hann embættismaður í egypska
menntamálaráðuneytinu. í fyrstu var hann ekki neitt sérstaklega upptekinn
af íslam og eru elstu verk hans veraldleg. Hann varð því róttækari eftir því
sem hann varð eldri. Það var í Bandaríkjunum sem ákveðin kúvending átti
sér stað í lífi hans og hófst hann handa eftir heimkomuna þaðan árið 1950
að nema Kóraninn ennfrekar og finna leiðir til að innleiða ákvæði trúarinnar
í stjórnkerfi Egypta.
Það var róstursamt í egypskum stjórnmálum um þessar mundir þar sem
konungsveldið sem Bretar höfðu innleitt var að líða undir lok og árið 1952
var bylting þar sem konungsfjölskyldunni var steypt af stóli. Það voru hinir
svokölluð Frjálsu herforingjar (Free Officers) sem leiddu byltinguna (og
innleiddu það kerfi sem var steypt af stóli nú í febrúar). Egyptaland varð
að lýðveldi og Gamal Abdel Nasser varð fljótlega forseti landsins. Eins og
12 Kirkja Krists, bls. 164
13 Kirkja Krists, bls. 168
14 John Calvert hefur skrifað frábæra bók um hugmyndir og ævi Qutbs sem ber heitið Sayyid Qutb
and the Origins of Radical Islamism (New York: Columbia University Press, 2010).
100