Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Qupperneq 103

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Qupperneq 103
þá var títt meðal stjórnmálamanna víða um Asíu og Afríku var Nasser lítt upptekinn af trúmálum og taldi að trúin, þ.e. íslam, ætti ekkert erindi í stjórnmál. Það var við þessar nýju pólitísku kringumstæður sem Qutb fór að taka til sín. Qutb hóf að skrifa mánaðarlega pistla árið 1952 í tímaritinu al-Muslimun en þessir pistlar voru ritskýringar (tafsir) hans á Kóraninum sem seinna mynduðu uppistöðuna í verki hans fi zilal al qur'an (í skugga kóransins). Hann vildi ekki fara hina hefðbundu leið í ritskýringum og sagði beinlínis að hann vildi ekki láta ritskýringarhefðina íþyngja sér. Frekar vildi hann sýna fram á að stjórnmálaboðskapur Kóransins (eins og hann túlkaði hann) ætti erindi inn í nútímann með svörum sínum við vandamálum hans og aðstæðum. Qutb segir í inngangnum: „Eg vil ekki vera fjötraður málfræði- legum, setningarfræðilegum eða lagalegum atriði Kóransins heldur finna anda Kóransins.“15 Þessi „andi“ er svarið við öllum vandamálum samtímans. Egypskt samfélag ætti því að lifa í skugga kóransins.16 Pistlarnir vöktu mikla athygli, kannski einum of mikla, því að egypsk stjórnvöld ákváðu að hneppa Qutb og aðra leiðtoga bræðralagsins í fangelsi þar sem hann mátti dúsa næstu tíu árin. Qutb var talinn of mikil ógn fyrir egypsk stjórnvöld. Hann notaði hins vegar tímann vel í fangelsinu og hélt áfram að skrifa - bæði ritskýringar sínar en einnig hið mikilvæga rit ma 'alim fi al tariq (Leiðarljós). I fangelsinu tóku áherslur Qutbs að breytast. Hann varð róttækari í skrifum sínum og upptekinn af því að undirbúa byltingu sem gæti komið á stórfelldum samfélagslegum breytingum. I staðinn fyrir að líta á íslam sem leið til að ná fram félagslegu réttlæti taldi hann augljóst að trúin væri lykillinn að póltísku réttlæti og réttlætingu af trú (sola fidei). Það sem er merkilegast, frumlegast og áhrifamest í þessum skrifum Qutbs varðandi réttlætingu er hvernig hann endurskilgreinir hugtakið „jahilliyah“. Klassísk skilgreining á jahilliyah er sú að þetta merki það tímabil mannkynssögunnar sem ríkti fyrir komu íslam, þ.e. sagan fram að árinu 622. Jahilliyzh merkir „tími fáfræði" sem einkenndi samfélag manna fyrir tilkomu Kóransins. Endurtúlkun Qutbs á þessu hugtaki er væntanlega 15 Sayyid Qutb, Fi zilal al-qur ’an. al juz al-awwal (Al-Qahira: Al-Maktab, 1956), bls. 6. 16 A íslensku hefur skuggi oft neikvæða merkingu, sbr. einhver sé skuggalegur. En í Egyptalandi hefur skugginn jákvæða merkingu enda veitir hann skjól fyrir ógnarmætti sólarinnar í þessu eyðimerkursamfélagi. Skuggi táknar því vernd og heldur sem slíkur verndarhendi yfir einstaldinginum. 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.