Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 111

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Blaðsíða 111
í Egyptalandi árið 1945 líkist hinni svokölluðu „Ræðuheimild" (Q) sem Lúkas og Matteus notuðu. Moxnes segir tímasetningu Tómasarguðspjalls umdeilda en margir telja að grunnstofn þess kunni að vera frá 1. öld. Guðspjallið setji boðskap Jesú fram sem leyndardóm og bendir á samhljóm með hinum gnóstísku ritum: Það krefst sérstaks innsæis til að skilja Jesú. Og það segir sitt um hve hátt Moxnes gerir Tómasarguðspjalli undir höfði að hann heldur því fram í umræðu um hvort endurskoða þurfi Nýja testamentið í samtíð okkar og taka inn í það fleiri rit „að út frá kröfunni um um aldur og uppruna efnis sé aðeins eitt rit sem eigi alvarlega heimtingu á að komast inn í ritsafnið og það er Tómasarguðspjalt (s. 46). I k. 6 þar sem Moxnes fjallar um kynferði, en um það efni hefur hann skrifað mikið, tekur hann sérstaklega fram að sjálfur sé hann samkyn- hneigður kristinn maður. Hann segir m.a.: „Kynlíf er orðið mikilvægara en kærleikur og umhyggja þegar rætt er um samband fólks. En kirkju og trúfélögum hefur ekki tekist að miðla því áfram til fólks að það sé kærleik- urinn sem skuli vera í öndvegi“ (s. 113). Einhver kann að undrast að fjallað sé um stjórnmál undir yfirskriftinni „Skapari jarðar" í k. 7. En Moxnes sýnir að það er í hæsta máta eðlilegt. Hann bendir á að margir hafi óskað sér þess að kristin trú léti sér nægja að tala um Guð sem skapara himinsins. En hann segir á móti að það hafi verið sköpunarfrásögnunum algjörlega framandi að trúin ætti ekkert erindi við stjórnmál samfélagsins. I lokakafla ritsins ræðir Moxnes um nýjar áskoranir sem blasa við í hnattvæddum heimi þegar kristin trú, útbreiddasta trú heimsins sem 2 milljarðar játa flyst í auknum mæli til suðurs og austurs, þ.e. til „þriðja heimsins“. Moxnes ræðir ennfremur um sambúð ríkis og kirkju í Noregi og telur að sambandið við ríkið muni ekki ráða úrslitum heldur fremur tengslin milli kirkju og nærsamfélags. Hann segir sömuleiðis að vegna hins sögulega sambands þjóðkirkjunnar og fólksins muni lútherska kirkjan í Noregi ætíð njóta sérstöðu. Slíkar staðhæfingar er áhugavert að skoða í ljósi skyldleika íslensku og norsku kirknanna. Sr. Hreinn hjálpar lesandanum við þá heimfærslu með því að benda neðanmáls á rit er málið varðar. Vel og samviskusamlega lætur hann þess líka getið ef þau rit sem Moxnes vísar til hafa verið þýdd á íslensku. Og hvert er þá svar Moxnes við spurningunni um hvað kristin trú sé? Það svar er hvergi njörvað niður í einni setningu og þar með er gefið berlega í ljós að kristin trú sé stærri en svo og svarið ríkulegra. En þeir lesendur sem 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.