Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 119

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Page 119
Trúmaður á tímamótum skiptist í sautján kafla auk tilvísana-, heim- ildaskrár og nafnaskrár. Kaflana má flokka eftir tímabilum, s.s. ættarsagan, menntavegurinn, starfsvettvangur og fyrri fjölskylda og loks starfsvettvangur og síðari fjölskylda. Fjöldi mynda prýðir bókina. Þær birta fyrst og fremst persónur sem tengjast Haraldi með einum eða öðrum hætti og atburði sem tengjast lífsstarfi hans. í síðari flokknum má finna myndir af kirkjum, ýmsum samkomum og félagasamtökum, holdsveikraspítalanum þar sem Haraldur bjó um tíma svo og líkfylgd hans og útför. Greinargóðir textar fylgja myndunum. I inngangskafla byrjar höfundur á að draga upp áhrifaþrungna stemnings- mynd. Lýst er drungalegum mánudagsmorgni í Reykjavík þann 12. mars árið 1928. Fánar eru dregnir í hálfa stöng og brátt fréttist að rektor Háskóla Islands og guðfræðiprófessorinn Haraldur Níelsson hafi látist kvöldið áður. Þungi og sorg hvílir yfir öllu. í þessum kafla er dregin upp örstutt mynd af Haraldi og lífshlaupi hans sem gefur forsmekk að bókinni allri og vekur væntingar um það sem koma skal. í fyrsta kaflanum er síðan rakin ættar- saga Haralds en hann átti ættir að rekja til ýmiss þjóðþekkts fólks á 19. öld. Þekktust ættmenna Haralds er líklega amma hans, Guðný Jónsdóttir skáldkona frá Grenjaðarstað í Aðaldal, kennd við Klömbur. Saga Guðnýjar var sannkölluð harmsaga og saknaðar- og sorgarljóð hennar víðþekkt. Hér er því sleginn harmrænn strengur í ættarsögu Haralds sem fylgir honum eins og skuggi því þrátt fyrir mikinn gjörvileika og frama hvílir jafnframt eitthvað harmrænt yfir Haraldi sem kemur ekki síst fram í framkomu hans við hans nánustu, eiginkonuna Bergljótu og börn þeirra. Sveinn móðurafi Haralds, eiginmaður Guðnýjar skáldkonu, var mikið hörkutól sem vílaði ekki fyrir sér að senda börn sín kornung til vandalausra svo hægara væri að sinna búi og skepnum. Um framkomu séra Sveins gagn- vart Guðnýju konu sinni skrifaði tengdafaðir hans, séra Jón Jónsson prestur á Grenjaðarstað í kirkjubók: „kastað úr hjónabandi saklausri af manni hennar.“ Við ótímabært lát Guðnýjar árið 1836 skrifaði hann svo: „Dó af sjúkdómi, orsökuðum af skilnaðargremjunni." (s. 26). Sveinn kvæntist á nýjan leik og eignaðist með síðari konu sinni fjögur börn. Þekktast þeirra er Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup. Foreldrar Haralds voru Sigríður, dóttir Guðnýjar og Sveins og Níels, launsonur Andreasar Hemmert, forstjóra 0rum og Wulff og fátækrar vinnukonu Ragnhildar að nafni. Níels er vinnumaður þegar hann kynnist Sigríði á heimili prestshjónanna að Hólmum á Reyðarfirði, þeirra Hallgríms 117 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.