Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 120

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2011, Side 120
Jónssonar frá Reykjahlíð og Kristrúnar Jónsdóttur, systur Guðnýjar frá Klömbrum. Síðar á hann eftir að gerast dugmikill bóndi og þau Sigríður setjast að á Grímsstöðum á Mýrum og þar elst Haraldur upp í miklu uppáhaldi móður sinnar. Pétur Pétursson dregur upp mynd af þeim íjölskrúðugu þáttum sem eiga þátt í að móta Harald. Trúrækni, alvara, vinnusemi og allt að því vinnuharka: Allt mótar þetta og meitlar. Tengslin við dómkirkjuna í Reykjavík þar sem frændi hans er prestur styðja við áform móður hans að koma honum til mennta og strax á fermingaraldri er Haraldur sendur til Hallgríms Sveinssonar, móðurbróður síns og fóstra til náms. Hann stenst inntökupróf í Lærða skólann 1884 og eftir það má segja að hann sé kominn á menntabrautina sem var á þessum tíma einungis fyrir fáa útvalda. Tuttugu og eins árs heldur Haraldur til náms við Kaupmannahafnarháskóla (1890) þar sem hann verður fyrir miklum áhrifum fjölbreyttra hugmynda- , trúar- og kirkjustefna. Kaupmannahöfn var líkt og sjóðandi bræðslupottur á þessum tíma og hart tekist á meðal menntamanna. Heimspekingurinn Soren Kierkegaard og Georg Brandes eru einungis tvö dæmi um menn sem höfðu mikil áhrif á hann. Samtímis lendir Haraldur í mikilli krísu, að því er virðist, þar sem hugsjónir og veruleiki virðast ekki ganga hönd í hönd. Bréf hans frá þessum tíma tjá tilfinningar djúpstæðs efa og jafnvel angistar. Árið 1897 gengur hann upp til lokaprófs og lýkur því með hæstu einkunn sem nokkur Islendingur hafði tekið við deildina um áratuga skeið. Að því loknu snýr hann heim til Islands. Kaflarnir sem á eftir fara (tímabilið eftir að Haraldur kemur heim frá Kaupmannahöfn) lýsa ákaflega miklum gróskuu'ma í andlegu, félagslegu og menningarlífi í Reykjavík þar sem Haraldur og margir þeir sem höfðu verið honum samtíma í Kaupmannahöfn fara mikinn. Þjóðmál, trúmál og jafnvel einkamál verða vart aðskilin hér og hart tekist á um guðlast, siðspillingu, áfengisbölið, vantrú og áfram mætti telja. Ásakanir gengu á víxl: Sósíalistar gagnrýndu kirkjuna fyrir að kúga alþýðuna og trúmenn eins og Haraldur og fleiri gagnrýna sósíalista fyrir hatur og misskilning á eðli og hlutverki kristindómsins! Mitt í öllu saman trúlofast Haraldur prests- dóttur frá Stykkishólmi, Bergljótu Sigurðardóttur. Þau heitbindast 1897 en brúðkaup þeirra stendur þó ekki fyrr en þremur árum síðar eða árið 1900. I millitíðinni sinnir Haraldur þýðingarvinnu fyrir Hið íslenska biblíufélag, fer utan til framhaldsnáms í hebresku og dvelst meðal annars í Þýskalandi, Danmörku og Englandi. Hjónaband Bergljótar og Haralds verður því miður 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.