Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 4

Fréttablaðið - 26.11.2016, Page 4
heilbrigðismál Viðhald á mörgum af legudeildum Landspítalans er orðið mjög aðkallandi, enda hús- næðið áratuga gamalt. Allt húsnæði spítalans er hins vegar svo gjörnýtt að erfitt er að koma við viðhaldi innanstokks, því það er ekki hægt að flytja starfsemi legudeildanna annað. Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir viðhald utanhúss á mörgum af stærri húsum Landspítalans hafa staðið yfir undanfarin ár. Það er ekki beinlínis tengt fréttum af myglu og heilsutengdum vanda starfsmanna spítalans en þekkt mygluvanda- mál hafa verið í aðalbyggingu og á geðdeild spítalans við Hringbraut, endurhæfingardeildinni á Grensás og víðar. Þá hefur viðhald innanhúss einn- ig verið í gangi undanfarin ár, þar á meðal í aðalbyggingunni, einni álmu kvennadeildar og geðdeildar- byggingunni við Hringbraut, Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og í húsnæði endurhæfingardeildar- innar við Grensás. „Síðan erum við að vinna ýmis smærri verkefni vegna lagna sem hafa gefið sig. Skýringin er sú að stærsti hluti okkar húseigna er fimmtíu til áttatíu ára gamall – og fermetrarnir eru um 150.000. Því hefur mátt rekja staðbundnar raka- skemmdir til bilana í lagnakerfum. Uppbygging húsanna frá þessum árum er þannig að leki getur hafa verið að grassera í langan tíma áður en hann kemur fram,“ segir Aðal- steinn og bætir við að oft þurfi að ljúka framkvæmdum utanhúss áður en viðhald hefst innanhúss – en það viðhald er langt á eftir áætlun eins og Fréttablaðið greindi frá á dög- unum. Er þar búið að framkvæma fjórðung af því sem áætlun verk- fræðistofunnar Eflu gerði ráð fyrir árin 2014 til 2016. „Vandinn hjá okkur er að spítal- inn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægilega langan tíma til að sinna viðhaldi. Það setur okkur afar þröngar skorður. Nefna má átta til níu af legudeildum okkar sem við höfum skoðað sérstaklega með tilliti til aldurs og ástands. Þar erum við með starfsemi allan sólar- hringinn, alla daga ársins. Þær ættu að vera komnar í endurnýjun fyrir nokkru síðan, enda orðnar 35 til 40 ára gamlar og hafa ekki fengið æski- lega endurnýjun, og þar er því allt orðið slitið hvort sem það eru inn- réttingar eða hreinlætistæki og slíkt. Við erum að lenda í því að skólp- og vatnslagnir eru að gefa sig eins og vænta mátti,“ segir Aðalsteinn og játar því að hendur þeirra sem sinna viðhaldi séu í raun bundnar þangað til nýtt húsnæði spítalans rís. „Við gátum þetta fyrst eftir sam- einingu spítalanna – þá var borð fyrir báru. Síðan hefur starfsemi spítalans fyllt upp í hvert rými sem gerir viðhaldsvinnuna erfiðari. Þess vegna safnast verkefnin upp. Þó að fjármunir til viðhaldsins fáist þá komumst við illa að, vegna þess hversu mikil starfsemi er í hús- unum,“ segir Aðalsteinn. svavar@frettabladid.is Viðhald situr á hakanum á yfirfullum deildum Landspítala Níu legudeildir Landspítalans þurfa nauðsynlega á viðhaldi að halda. Spítalinn er hins vegar svo troðinn að ekki er hægt að skáka starfsemi til svo viðhald sé mögulegt. Þótt fjármagn fáist er ekki gefið að hægt sé að nýta það. Flest hús spítalans eru 50 til 80 ára gömul. Vatns- og skólplagnir farnar að gefa sig. „… einkar þægileg og skemmtileg ... ein hans frumlegasta og óvæntasta skáldsaga.“ MAGNÚS GUÐMUNDSSON / FRÉTTABLAÐIÐ www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk i slóð 39 110% nýting – 85% er æskilegt l Rúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau viðmið sem al- þjóðlega teljast ásættanleg. l Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting. l Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýt- ingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði. l Þessar tölur þýða í raun gangainnlagnir, verri þjónustu og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu. Valgerður Eiríksdóttir, kennari í Fellaskóla, s a g ð i a lva r l e g a stöðu blasa við. Þegar fleiri og fleiri kennarar segi upp störf- um sé skóla- stjórum stillt upp við vegg. Þeir þurfi að ráða inn leiðbeinendur sem sé alls ekki gott. „Við kennarar erum þó búnir að fara á fleiri fleiri nám- skeið í bekkjarstjórnun og í aga- stjórnun og í öllu þessu. Og ég hef alveg séð leiðbeinendur koma inn og rústa heilum bekk.“ Anna H. Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, sagði yfir 500 u m s ó k n i r hafa  borist um jólaú th lutun. Færri fjölskyld- ur hefðu komið nú en í fyrra það sem af er umsóknar- tímabilinu. Einstaklingum hefði þó ekki fækkað og flóttamönnum hefði fjölgað. Hægt er að sækja um jólaúthlutun í tvö skipti í viðbót, 28. nóvember og 5. desember. Alls sóttu 1.600 heimili í fyrra um jólaút- hlutun. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélags Íslands, kvaðst þekkja dæmi þess að lögmenn h e f ð u h æ t t þjónustu við hælisleitendur. Dæmi væru um menn sem hefðu lengi unnið að málaflokknum og náð miklum árangri treystu sér ekki til þess af tilliti til eigin velferðar. Rauði krossinn segir ganga illa að fá gjafsókn fyrir hópinn. Þrjú í fréttum Kennarar, jólaúthlutun og gjafsókn Svo þröngt er setið á LSH að viðhald eldra húsnæðis er háð uppbyggingu nýja spítalans. FréttabLaðið/Pjetur Vandinn hjá okkur er að spítalinn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægi- lega langan tíma til að sinna viðhaldi. Aðalsteinn Pálsson, deildar- stjóri fasteignadeildar Landspítalans Tölur vikunnar 20.11.2016-26.11.2016 60.616 kr. fá atvinnulausir í desemberuppbót. 175 milljarða gætu bankarnir greitt til eigenda sinna ef krafa um eigið fé þeirra væri lækkuð. 100% nýting er á sjúkrarýmum á LSH – en 85% nýting er talin ásættanleg um allan heim. 500 umsóknir hafa borist Mæðrastyrks- nefnd Reykjavíkur um jólaúthlutun. 8 einstaklingar hafa verið ákærðir af lögreglu fyrir haturs- orðræðu. 82,7 ár eru LíFSLíkur íSLendingS 444.000 fleiri ferðamenn koma til Íslands árið 2017, gangi spá Isavia eftir. 2 6 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð 2 6 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 1 4 4 s _ P 1 4 1 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 1 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 4 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 7 1 -C 1 0 0 1 B 7 1 -B F C 4 1 B 7 1 -B E 8 8 1 B 7 1 -B D 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 4 4 s _ 2 5 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.